Norrænt Konsertkaffi

Norræna félagið í Reykjanesbæ býður gestum í Konsertkaffi laugardaginn 26. mars kl. 15.00 í tilefni af Degi Norðurlanda.

Dagskrá:

  1. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi verður með framsögu.
  2. Jón Kalmann Stefánsson, rithöfundur, les upp úr nýjustu ljóðabók sinni Djöflarnir taka á sig náðir og vakna sem guðir
  3. Ragnheiður Gröndal, söngkona, flytur nokkur lög.

Kaffi, saft og snúðar í boði að norrænum sið.

Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan

Hvenær: 26. mars kl. 15.00

Konsertkaffi er í boði Norræna félagsins í Reykjanesbæ.