Norræn bókmenntavika

Mánudaginn 11. nóvember verður Norræna bókasafnavikan sett í 23. sinn, þar sem norræn frásagnarlist og sagnaauður eru í öndvegi. Þemað í ár er „Norræn hátíð“ en hátíðir og veislur eru mikilvægir atburðir sem koma á skipulagi í lífinu og hressa upp á það með því að endurtaka sig með jöfnu millibili eða til að marka tímamót í lífi manna. Þess vegna eru hátíðir líka mikilvægar og algengt umfjöllunarefni í bókmenntum. Meginmarkmið Norrænu bókasafnavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.

 

Í bókasafninu verður sett upp afmælishátíðarborð í Átthagastofu þar sem gestir og gangandi geta skoðað og kannski bragðað af nýjum piparkökum. Vertu með í boðinu, settu myndirnar þínar inn á Instagram eða á Facebook og merktu þær með #nordisklitt19 #bókasafnreykjanesbæjar

Verkefnið er styrkt af Norræna félaginu í Reykjanesbæ.