Ljóðasmiðja með Reykjavíkurdætrum

Laugardaginn 16. mars kl. 12.00-14.00

Ragga Holm og Steinunn Jónsdóttir í Reykjavíkurdætrum, halda ljóðasmiðju fyrir börn á aldrinum 10-12 ára. Viðburðurinn er ókeypis en skráning er nauðsynleg. Hámarksfjöldi er 20 manns. Hægt er að skrá sig hér.

Ljóðasmiðjan er haldin í tengslum við Skáldasuð - lítil ljóðahátíð á Suðurnesjum. 

 

Dagskrá:

7. mars kl. 17.00 - Opnun ljóðlistarsýningar Gunnhildar Þórðardóttur og upplestur ljóðskálda

14. mars kl. 17.00 - Upplestur skáldanna: Eyglóar Jónsdóttur, Draumeyjar Aradóttur, Eyrúnar Óskar Jónsdóttur og Margrétar Lóu

16. mars kl. 12.00 - Ljóðasmiðja með Reykjavíkurdætrum fyrir börn á aldrinum 10-12 ára kl. 12.00 - 14.00. Ókeypis aðgangur en skráning nauðsynleg. Hámarskfjöldi er 20 manns, hægt er að skrá sig hér

 

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og Menningarsjóði Reykjanesbæjar.