Litum saman í Bókasafni Reykjanesbæjar

Litum saman


Við í Bókasafni Reykjanesbæjar hvetjum fullorðna til að koma með yngri kynslóðinni og eiga notalega samverustund, það getur haft hugleiðandi áhrif að lita! 

Í Bókasafninu verður úrval mynda til að lita, úr fallegum litabókum og fleiri fallegar myndir. Hér verða litir til afnota fyrir gesti og hvetjum alla til að setja upp li(s)tasýningu í safninu með okkur.

Við hengjum upp verk þeirra sem vilja í safninu.


Það kostar ekkert og allir eru hjartanlega velkomnir.