Leshringur Bókasafnsins - öll velkomin!

Í þetta sinn hittist leshringur safnsins miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20:00, í stað þriðjudags.
 
Bókin Fagri heimur, hvar ert þú? eftir Sally Rooney ásamt einhverri bók eftir Auði Haralds verða teknar fyrir.
Umsjón með klúbbnum hefur Unnur Ósk Wium Hörpudóttir, nemi í bókmenntafræði.
Boðið er upp á kaffi og öll áhugasöm velkomin!
 
Hvar: Bókasafnið
Hvenær: Miðvikudaginn 21. febrúar kl 20.00
Gengið er inn norðanmegin við húsið (hjá bílastæði).

 

Hér er facebook hópur Leshringsins þar sem hægt er að fylgjast með því hvaða bækur eru teknar fyrir.