Konsertkaffi: Ragnheiður Gröndal og Gyrðir Elíasson

Laugardaginn 16. mars kl. 15-16.30 býður Norræna félagið í Reykjanesbæ upp á Konsertkaffi í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Farið verður yfir norrænt samstarf í tilefni Dags Norðurlandanna og lesa nemendur upp þrjú ljóð norrænna verðlaunahafa. 

Gyrðir Elíasson verðlaunahafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2011 les smásögu og Ragnheiður Gröndal syngur nokkur lög.

Kaffi, saft og kanilsnúðar í boði.