Jóla-kósý í Átthagastofu

Allan desember verður opin Jóla-kósý í Átthagastofu bókasafnsins. Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins.

Sjón er sögu ríkari!