Hvernig birtist ADHD á unglingsárum?

Fræðsla fyrir foreldra og aðstandendur unglinga með ADHD

 
Á fræðslunni verður kynnt stuttlega hvernig ADHD birtist á unglingsárum. Öll velkomin og erindið er ókeypis.
 
Farið verður yfir:

• Samskipti foreldra og unglinga
• Hvernig setja á mörk
• Efla jákvæðar tjáskiptaleiðir
• Góðar leiðir við að leita lausna og draga úr ágreiningi
 
Í vor fengu allir nemendur í 10. bekk á Suðurnesjum fræðslu um ADHD frá ADHD samtökunum. Fyrirlestraröðin er óbeint framhald af þeim fyrirlestrum.
Foreldrar og aðstandendur unglinga með ADHD eru sérstaklega hvött til þess að mæta.
Næstu fyrirlestrar í þessari fræðsluröð verða haldnir í Grindavík (20. september) og Suðurnesjabæ (4. október).
Fyrirlesturinn eru haldinn af Velferðarneti Suðurnesja í samstarfi við ADHD samtökin