Hugleiðsluhádegi: Rúna Tómasar

Í hugleiðsluhádegi þann 17. febrúar mun Rúna Tómasar hugleiðslukennari og Karuna Reiki holy Fire ®III Meistari leiða tímann.
 
Orkustöðvahugleiðsla er einfalt en máttugt verkfæri til innri vinnu og sjálfsþróunar sem gagnast öllum sem vilja taka næsta skref í átt að dýpri sjálfsvitund og sjálfsþekkingar.
 
Orkustöðvaferðalagið® er kraftmikið ferðalag byggt á kundalini yoga, orkustöðvafræðum, möntrum og hugleiðslu og er eitt af þeim námskeiðum sem Rúna hefur uppá að bjóða í Om Setrinu.
 
Það er raunverulega hægt að flytja fjöll með huganum einum saman.