Harry Potter dagurinn

Harry Potter dagurinn í Bókasafninu

Föstudaginn 29. júlí fögnum við afmæli galdrastráksins Harry Potter

Kl. 13.00 - 14.00 | Mættu í búning, skelltu á þig flokkunarhattinum og fáðu að vita hvaða heimavist þú tilheyrir.

kl. 13.00 – 14.00 | Myndataka með huliðsskikkju Harrys

kl. 14.00 – 16.00 | Sprotasmiðju að hætti Ollivanders sprotagerðameistara

Endilega komdu í búning, skelltu á þig flokkunarhattinum og fáðu að vita hvaða heimavist þú tilheyrir. Við vorum líka svo heppin að fá lánaða huliðsskikkjuna hans Harrys! Myndirnar verða svo birtar á samfélagsmiðlum Bókasafnsins. Í framhaldinu verður boðið upp á sprotasmiðju að hætti Ollivanders sprotagerðameistara. Einnig verður í boði föndur fyrir áhugasama. Allt efni í sprotasmiðju ókeypis á meðan birgðir endast.

 Allir galdramenn og muggar velkomnir!

 

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan

Hvenær: 29. júlí kl. 13.00-16.00