Glæpakviss
05.09 kl. 17:30-19:00
Viðburðir bókasafn
Bókasafn
Glæpakviss í Bókasafninu með Önnu og Inga
Fimmtudaginn 5. september kl. 17.30 bjóðum við upp á spennandi glæpakviss úr íslenskum glæpasögum í miðju Bókasafnsins!
-
Miðað er við að keppnin taki um það bil 90 mínútur.
-
Miðað við að ekki séu fleiri en fjögur saman í liði (ekki heilög tala).
-
Spurningarnar eru ýmist hreinar textaspurningar eða spurningar með myndastuðningi.
Verðlaun verða veitt fyrir sigurliðið og aukaverðlaun ákveðin á staðnum.
Glæpakvissið kostar ekkert og öll eru hjartanlega velkomin. Anns og Ingi stýra keppninni og við ábyrgjumst hlátur og gleði!
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Spurningakeppnin er samin af Ævari Erni Jósepssyni, formanni Hins íslenska glæpafélags. Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.