Fuglarnir í garðinum og fóðrun þeirra

Fuglarnir í garðinum og fóðrun þeirra

Þann 27. nóvember kl. 19.30 munu þeir félagar Guðmundur Falk Jóhannesson, fuglaljósmyndari og Hannes Þór Hafsteinsson, garðyrkjufræðingur fjalla um fuglana í garðinum og leiðir til að laða þá til sín með fóðurgjöf. Guðmundur Falk og Hannes Þór eru landsþekktir fuglaáhugamenn og ferðast landshornanna á milli til að skoða og ljósmynda sjaldgæfar tegundir fugla sem hrekjast til landsins undan haustlægðunum og í lengjast hér í skemmri eða lengri tíma.

Þeir hafa staðið fyrir fóðrun og merkingu fugla í Selbrekkuskógi og eru hafsjór af þekkingu um fugla almennt.

 

Hvar: Bókasafn | Miðjan
Hvenær: Miðvikudaginn 27. nóvember kl. 19.30
 
Fræðslufundurinn er á vegum Garðyrkjufélags Suðurnesja í samstarfi við Bókasafn Reykjanesbæjar. Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Verkefnið er fjármagnað af ERASMUS+ áætlun Evrópusambandsins.
 

Wednesday the 27th of november at 19.30 we will have an event about birds in our garden and their feeding.

All welcome and the event is for free. 

The Project is Co-financed by the ERASMUS+ Programme of the European Union.