Foreldramorgunn: Svefn ungbarna

Fimmtudaginn 5. maí kl. 11.00 mætir Linzi Trosh Axelsdóttir sálfræðingur á HSS og eigandi svefnro.is, fyrirtæki sem veitir foreldrum barna svefnráðgöf.

 

Linzi Trosh verður með fræðslu um svefn barna frá 3-12 mánaða og ætlar að gefa foreldrum tæki og tól sem þau geta nýtt í sinni verkfærakistu.

 

Foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin og erindið er ókeypis.