Erlingskvöld

Fimmtudaginn 21. mars kl. 20.00

 

Einn vinsælasti menningarviðburður Bókasafnsins Erlingskvöld, fer fram fimmtudagskvöldið 21. mars klukkan 20.00 í Bókasafninu.

Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Marta Eiríksdóttir lesa úr bókum sínum, auk þess sem tónlistarkonan Birta Rós flytur nokkur lög í samvinnu við Tónleikaröð Ellýjar.

 

Auður Jónsdóttir les upp úr nýjustu skáldsögunni sinni Högna (2023).

Ásmundur Friðriksson og Sigurður Friðriksson (Diddi frissa) lesa upp úr ævisögunni Lífssaga Didda Frissa (2023).

Marta Eiríksdóttir les upp úr ástarsögunni Ástin er hunangið í blómi lífsins (2023).

Söngkonan Birta Rós Sigurjónsdóttir flytur lög Ninu Simone.

 

Kynnir: Jóhann P. Kristbjörnsson

 

Boðið verður upp á kaffi og konfekt. Húsið opnar kl. 19.45

 

Erlingskvöld er haldið til heiðurs fyrrum bæjarlistamanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni og er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. 


Viðburðurinn er ókeypis og öll velkomin!