Erlingskvöld - bókmenntaviðburður

Erlingskvöld  

Erlingskvöld verður fimmtudagskvöldið 31. mars og hefst dagskráin klukkan 20.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Erlingskvöld er haldið til heiðurs fyrrum bæjarlistamanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni.

Þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum; Hallgrímur Helgason, Bragi Páll Sigurðarson og heimakonan Kristjana Vigdís Ingvadóttir.

 Kvennakór Suðurnesja flytur nokkur lög í upphafi kvölds.

 

Boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir hjartanlega velkomnir. Húsið opnar klukkan 19:45.

 

Erlingskvöld er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

 

Hallgrímur Helgason les úr nýjustu bók sinni Sextíu kíló af kjaftshöggum en Hallgrímur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.

Bragi Páll Sigurðsson les úr nýjustu bók sinni Arnaldur Indriðason deyr og kom út fyrir jólin 2021.

Kristjana Vigdís Ingvadóttir segir frá og les úr bók sinni Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu: um notkun dönsku og erlend áhrif á íslensku en bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968 og er hann elsti starfandi kvennakór á Íslandi. Kórinn hefur átt sinn þátt í blómlegu menningarlífi á Suðurnesjum og hefur stuðlað að þátttöku kvenna í tónlistarlífi á svæðinu. Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir.