Draumar og þrár

Þema Norrænu bókmenntavikunnar í ár er "Draumar & þrár".  Börnum í Reykjanesbæ er boðið að lita sinn eigin taupoka með þemað í huga, á meðan birgðir endast. Vinsamlega athugið að það er einn poki á mann. Ókeypis er á viðburðinn og allt efni verður á staðnum. 

Hvenær:

Laugardagur 20. nóvember kl. 11.00 - 15.00

Hvar:

Miðjan

 

Dagskráin er styrkt af Norræna félaginu í Reykjanesbæ.

 

Norræn bókmenntavika er verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum.

 Mánudaginn 13. nóvember 2017 var Norræna bókmenntavikan, þá undir heitinu Norræna bókasafnavikan, sett í 21. sinn, þar sem norræn frásagnarlist og sagnaauður er í öndvegi. Vikan var sneisafull af alls kyns viðburðum - svo sem upplestrum, umræðum, sýningum og öðrum menningarviðburðum - sem áttu sér stað samtímis á þúsundum bókasafna, skólum og öðrum samkomustöðum víðsvegar á Norðurlöndum og nærliggjandi löndum. Meginmarkmið Norrænu bókmenntavikunnar er að lýsa upp svartasta skammdegið með því að tendra ljós og lesa bók.

 

Nánari upplýsingar á https://www.nordisklitteratur.org/is/