DragStund | Starína les sögu fyrir börnin

 

Dragdrottningin Starína mætir í Bókasafn Reykjanesbæjar 10. ágúst kl. 16.30 og verður með töfrandi sögustund fyrir yngstu börnin. Öll börn velkomin og frítt er á viðburðinn!

Starína er barnvænasta dragdrottning Íslands og hefur undanfarin ár glatt börn með því að lesa fyrir þau. Eftir lesturinn er hægt að heilsa og láta taka myndir af sér með Starínu.

Starína sigraði Dragkeppni Íslands árið 2003, kom fram með Hommaleikhúsinu Hégóma og fjöllistahópnum Drag-Súgi og tók þátt í leikhúsupplifun í Borgarleikhúsinu  Góða ferð inn í gömul sár árið 2023. Hún hefur margoft glatt áhorfendur í gleðigöngu Hinsegin daga með glæsilegum og metnaðarfullum vögnum.

Verið öll velkomin!

Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan
Hvenær: 10. ágúst kl. 16.30.