Didda og dauði kötturinn | Bíósal Duus

Bíósalur Duus Safnahús | Sýning á myndinni Didda og dauði kötturinn

Mánudaginn 10. júní kl. 15.00 er bíósýning í Duus þar sem sýnd verður myndin Didda og dauði kötturinn. Myndin fjallar um hina níu ára Diddu sem býr í gamla bænum í Keflavík. Didda elskar að fylgjast með nágrönnum sínum og velta fyrir sér hvað þeir eru að brasa. Einn daginn leiða njósnirnar hana fram af skúrþaki þannig að hún dettur ofan í lýsistunnu...

 

Popp og djús meðan birgðir endast. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

 

Þau sem spila ratleikinn milli 13-15 þennan dag geta átt von á skemmtilegum uppákomum á slóðum Diddu og dauða kattarins.

Viðburðinn er haldinn í tilefni af 30 ára afmælis Reykjanesbæjar.