Bókakonfekt 2023

Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar

 
Fimmtudagskvöldið 23. nóvember kl. 20:00 verður hið árlega Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12.
 
Rithöfundarnir  Nanna Rögnvaldsdóttir, Sverrir Norland og Elín Hirst lesa upp úr nýjustu bókum sínum.
 
Valskan er söguleg skáldsaga eftir Nönnu Rögnvaldsdóttir hefur hlotið góða dóma og talað um "mögnuð skrif" og einstaka aldarfarslýsingu. Prestsdóttirin Valka á sér ýmsa drauma. Helst af öllu langar hana að sigla til Kaupmannahafnar á vit ævintýranna, spássera um steinlögð stræti, sjá hallir og gullturna og hefðarfólk með hárkollur aka um í glæsivögnum.
 
Kletturinn er spennandi skáldsaga eftir rithöfundinn Sverrir Norland. Bókin fjallar um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki síst tilfinningasambönd karlmanna. Tuttugu ár eru liðin frá því að Gúi hrapaði til bana í útilegu í Hvalfirði og síðan hafa félagar hans, Einar og Brynjar, þurft að vinna úr því áfalli, hvor á sinn hátt – en hvorugur með miklum árangri.
 
Elín Hirst les upp úr bók sinni Afi minn stríðsfanginn. Skömmu eftir að Bretar hernámu Ísland í síðari heimsstyrjöldinni handtóku þeir alla Þjóðverja sem bjuggu á landinu, skipti þá engu hvort þeir studdu málsstað nasista eður ei. Karl Hirst, afi Elínar Hirst, var einn þessara manna og beið hans eins og hinna vist í fangabúðum í Englandi.
 
Gestir verða boðnir hjartanlega velkomnir með lifandi tónlistarflutningi Kósýbandsins sem samanstendur af Arnóri, Hjördísi, Hildi og Birnu sem ætla að bjóða upp á alvöru kósý jólastemmningu.
 
Boðið verður upp á kaffi og konfekt.
 
Hvar: Bókasafn Reykjanesbæjar | Miðjan
Hvenær: 23. nóvember kl. 20.00
 
 
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
 
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.