Höfundar lesa upp úr bókum sínum á Bókakonfekti 2019

Bókakonfekt Bókasafns Reykjanesbæjar verður haldið fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20 en þá lesa höfundar, sem allir tengjast Suðurnesjum á einn eða annan hátt, upp úr nýútkomnum bókum sínum.

 

Fritz Már Jörgensson les upp úr bók sinni Líkið í kirkjugarðinum.

Eiríkur Páll Jörundsson les upp úr bók sinni Hefndarenglar.

Skúli Thoroddsen les upp úr bók sinni Ína.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir les upp úr bók sinni Sara. 

 

Gestir verða boðnir velkomnir með lifandi tónlist frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar – kaffi og konfekt í boði.

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingasjóði Suðurnesja.