Baunaleit með vasaljósi í Hólfi

Bókasafnið býður upp á spennandi baunaleit með vasaljósi í Hólfinu (á neðri hæð safnsins) fyrir þau sem þora!

Vinningar verða í boði en dregið verður úr þátttakendum  þegar leitin klárast.

 

Baunaleitin verður virka daga kl. 13.00-18.00 og 11.00-16.00 á laugardaginn (lokað sunnudaginn).

 

Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

 

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við BAUN (Barna og ungmennahátíð í Reykjanesbæ).