Ertu að drukkna í dóti?

Ertu að drukkna í dóti?
 
Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi, verður með fyrirlestur í Bókasafni Reykjanesbæjar fimmtudagskvöldið 5. maí kl. 20.00.
 
Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, nákomnir deyja. Öllum þessum breytingum fylgja gamlir og nýir hlutir. Er heimili þitt griðastaður eða óyfirstíganlegt verkefni alls konar hluta?
 
Virpi rekur fyrirtækið Á réttri hillu sem sérhæfir sig í því að veita skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki. Virpi lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki árið 2018 og er fyrsti starfandi skipuleggjandinn hér á landi.
 
Erindið er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.