Sumarlestur 2018

sumarlestur2018

 Sumarlestur verður í Bókasafni Reykjanesbæjar í allt sumar; fjölbreyttur og skemmtilegur!

 

Sumarlestur er mikilvægur því hann viðheldur og eflir lestrarfærni sem börnin hafa náð í vetur. Eftir langan vetur eru flest börn þó reiðubúin í að breyta til og brjóta upp hina daglegu rútínu. 

Sumarlestur bókasafnsins er því gerður skemmtilegur og fjölbreyttur.

 Þegar fyrsta blaðinu hefur verið skilað er hægt að nálgast fleiri í safninu. 

Öll börn fá bókaskrá en henni skila börnin til kennara sinna þegar skólinn byrjar aftur í haust. 
Bókasafnsskírteini fyrir 18 ára og yngri eru gjaldfrjáls.

 

Skráning hér fyrir neðan!

captcha