Gerast lánþegi

Bókasafn Reykjanesbæjar netfang: bokasafn@reykjanesbaer.is
Nánari upplýsingar um útlánareglur á https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn


• Þeir sem óska eftir að gerast lánþegar þurfa að sýna persónuskilríki við skráningu og undirrita skráningareyðublað. Kortið gildir einungis fyrir eiganda þess.
• Bókasafnskortið gildir einnig í Bókasafni Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs og Voga.
• Framvísa ber korti þegar safngögn eru fengin að láni. Greiða þarf fyrir nýtt kort.
• Börn og unglingar innan 18 ára, eldri borgarar og öryrkjar með lögheimili á Suðurnesjum fá ókeypis kort. Börn og unglingar þurfa ábyrgð forráðamanns með lögheimili á Suðurnesjum. Öryrkjar með lögheimili á Suðurnesjum fá einnig
ókeypis kort gegn framvísun vottorða. Skiptinemar þurfa ábyrgðarmann.
• Lánþegi ber ábyrgð á þeim gögnum sem tekin eru á kort hans. Glatast/skemmast gögn í vörslu lánþega verður hann að greiða fyrir það. Vanskil fara í innheimtu til Motus.
• Útlánatími bóka er 30 dagar en skemmri á öðru safnefni. Dagsektir reiknast á safngögn ef farið er fram yfir útlánatíma.
• Árgjald og dagsektir eru skv. gjaldskrá Reykjanesbæjar hverju sinni.

Unnið er með persónuupplýsingar þínar í þeim tilgangi að koma á samningi við bókasafnið um að gerast lánþegi.

Nánar er fjallað um vinnslu bókasafnsins á persónuupplýsingum lánþega í persónuverndarstefnu stjórnsýslusviðs
Reykjanesbæjar, sem nálgast má á vefsíðu Reykjanesbæjar.