-
25.-27. okt 2024Dagskrá Duus safnahúsa á Safnahelgi á Suðurnesju má sjá hér Lesa meira
-
18.08 2024 kl. 15:00-17:00Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt fjölskyldumeðlimum Erlings, Jóni Guðmari Jónssyni og Ásgeiri Erlingssyni, taka á móti gestum klukkan 15:00, sunnudaginn 18. ágúst. Þrenningin mun eiga létt spjall við gesti safnsins um líf og list Erlings Jónssonar listamanns.
Verið velkomin, aðgangur ókeypis. Lesa meira -
11.03 2024 kl. 16:30-19:00Byggðasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafnið á gArðskaga standa fyrir málþingi um varðveislu fornbáta mánudaginn 11. mars kl. 16.30 í Duus safnahúsum. Lesa meira
-
24.10 2023 kl. 10:00-10:45Duus SafnahúsHjertelyd eða Hjartasöngur er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra.
Í sýningunni er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur notaleg og ullarkennd efni umkringja rýmið. Lesa meira -
31. ágú - 30. nóv 2023Duus SafnahúsÍ tilefni Ljósanætur 2023 opnar sýning Lindu Steinþórsdóttur, Endurlit/Hindsight, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 - 20:00 í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
31.05 2023 kl. 17:30-18:30Á Suðurnesjum er urmull af fornminjum, bæði á landi og láði. Hvað á að gera þegar forngripir finnast á víðavangi? Lesa meira
-
17. maí - 29. okt 2023Snorri Ásmundsson opnar einkasýningu sína, Boðflennu, í Lisasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn 17. maí, kl. 18:00 – 20:00. Lesa meira
-
28.03 2023 kl. 17:00-18:00Opinn fyrirlestur um varðveislu gamalla ljósmynda. Lesa meira
-
18.03 2023 kl. 14:00-17:00Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar, opnar sýninguna Divine Love með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfsdóttir, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum, laugardaginn 18. mars, klukkan 14:00 í Bíósal Duus safnahúsa. Lesa meira
-
18.03 2023 kl. 12:00-15:00Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna núheimildum um setuliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Á safnahelginni verða nýjar spurningaskrár þessu tengdar settar í loftið. Lesa meira
-
26. nóv 2022 - 5. mar 2023Duus SafnahúsLínur, flækjur og allskonar, opnar hjá Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 26. nóvember 2022 kl. 14:00. Lesa meira
-
26. nóv 2022 - 5. mar 2023Duus SafnahúsListamennirnir Vena Naskręcka og Michael Richardt opna sýninguna You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér hjá Listasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 26. nóvember 2022 kl. 14:00. Lesa meira
-
28. maí - 14. nóv 2022Duus SafnahúsSporbaugur/Ellipse, verður aðal sýning Listasafns Reykjanesbæjar árið 2022, áætlað sýningatímabil er frá laugardeginum 28. maí til sunnudagsins 14. nóvember 2022.
Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar hefur verið í samtali um langt skeið við listamennina Gabríelu Friðriksdóttur og Björn Roth, bæði eru þau vel þekkt og vekja sýningar þeirra ávallt athygli bæði á Íslandi sem og út fyrir landssteinana. Lesa meira -
12. mar - 24. apr 2022Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022. Lesa meira
-
20. nóv 2021 - 30. jan 2022Duus SafnahúsOpnun sýningarinnar SKRÁPUR nýrrar sýningar Listasafns Reykjanesbæjar klukkan 14:00. Lesa meira
-
2. sep - 14. nóv 2021Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019). Lesa meira
-
2. sep 2021 - 24. apr 2022Duus SafnahúsVíkurfréttir efna til ljósmyndasýningar í bíósal Duus Safnahúsa þar sem fólkið á Suðurnesjum er í sviðsljósinu. Sýningin opnar fimmtudaginn 2. september en á henni eru tæpleg 80 prentaðar ljósmyndir auk þess sem nærri 300 myndir verða sýndar á skjám. Þá eru sýndar nokkrar forsíður Víkurfrétta frá þessum áratug, 1983 til 1993. Lesa meira
-
2. sep - 14. nóv 2021Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu við MULTIS.
Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. Lesa meira -
12. jún - 23. ágú 2021Duus SafnahúsÞann 12. júni, klukkan 13:00 opnar einkasýning Steingríms Eyfjörð hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
12. jún - 11. júl 2021Duus SafnahúsJacek Karaczyn – er fæddur í Kraków árið 1986. Hann útskrifaðist frá Krakow Academy of Fine Arts, Jan Matejko, úr myndlistadeild með áherslu á málverk og teikningu hjá prófessor Adam Wsiołkowski.
Rakel er fædd og uppalin á Íslandi, hefur búið i Ameríku og Austurríki, en býr og starfar nú á Íslandi. Lesa meira -
12. jún - 23. ágú 2021Duus SafnahúsLaugardaginn 12. júní opnar Byggðasafnið sýningu í Stofunni og á Keflavíkurtúni í tilefni af 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja. Lesa meira
-
28. mar - 25. apr 2021Duus SafnahúsSýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Lesa meira
-
20. feb - 28. mar 2021DuushúsÞann 20 febrúar næstkomandi opna 2 nýjar sýningar í húsunum á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar og Listasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
20. feb - 21. mar 2021DuushúsSýningin á og í ; samanstendur af nýjum verkum listamannanna, Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow, sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er unnin í samstarfi við Dansverkstæðið, sem valdi Yelenu Arakelow, sjálfstætt starfandi danshöfund og dansara sem starfar á mörkum myndlistar og danslistarinnar, til liðs við nýja sýningu Listasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
5. des 2020 - 6. jan 2021duus safnahúsAthugið! Auglýst tímasetning frá útgefinni viðburðardagsskrá Súlunnar breytist í 5 desember með fyrirvara um breytingar frá útgefinni sóttvarnareglu. Lesa meira
-
17. okt - 29. nóv 2020duus safnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar og á þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafík verk. Sýningin mun opna fyrir almenning laugardaginn 17. október og standa yfir til 29. nóvember, en vegna aðstæðna verður opnunarhóf þegar Víðir leyfir. Lesa meira
-
3. sep - 12. okt 2020duus safnahúsÁfallalandslag er sýning sem ætlað er að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder. Lesa meira
-
3. sep - 1. nóv 2020duus safnahúsFimmtudaginn 3. september 2020 opnar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir þekkja úr æsku. Lesa meira
-
8.-17. ágú 2020duus safnahúsÁ sjó er pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina Lesa meira
-
5. jún - 5. ágú 2020duus safnahúsSteingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú. Lesa meira
-
5. jún - 3. ágú 2020duus safnahúsÁ sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar einfaldlega Heili (Brain). Lesa meira
-
5. jún 2020 - 17. jún 2023Föstudaginn 5. júní opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna Hlustað á hafið í Duus Safnahúsum. Sýningin er sú fyrri af tveimur sem sett verður upp á 40 ára afmæli safnsins og verður opin til 19. ágúst. Í nóvember verður síðan opnuð sérstök afmælissýning safnsins. Lesa meira
-
5. jún 2020 - 1. maí 2021Duus SafnahúsÁ sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Lesa meira
-
23.02 2020 kl. 15:00-16:00Duus SafnahúsArnbjörg Drífa Káradóttir er með einkasýningu hjá Listasafni Reykjanesbæjar, mun safnið standa fyrir viðburði að því tilefni og kynnir samtal við listamanninn á sunnudaginn næstkomandi 23 febrúar 2020, klukkan 15:00. Lesa meira
-
7. feb - 19. apr 2020Duus SafnahúsÞað telst til nokkurra tíðinda að aðalsýning safnsins samanstendur af verkum frá Safnasafninu á Svalbarðsströnd en safnið fagnar í ár 25 ára afmæli sínu með ýmsum hætti. Lesa meira
-
7. feb - 19. apr 2020Duus SafnahúsLeirlistakonan Arnbjörg Drífa Káradóttir opnar sýninguna „Lífangar" í stofu Duushúsa föstudaginn 7. febrúar kl.18:00.
Til sýnis verða verk unnin úr leir og postulíni, en innblástur þeirra er jörðin, jurtaríkið og dýraríkið. Lesa meira -
11.01 2020 kl. 14:30-16:00Duus SafnahúsNú líður senn að lokum tveggja sýninga í Listasafn Reykjanesbæjar og munu aðstandendur þeirra taka á móti gestum á laugardag.
Kl. 14:30 spjallar Elva Hreiðarsdóttir við gesti í sýningu sinni FÖR en um er að ræða verk unnin með blandaðri tækni og einþrykk. Lesa meira -
01.12 2019 kl. 14:00-16:00Duus SafnahúsSunnudaginn 1. desember frá kl. 14 – 16 er fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta þess að koma saman í jólastofunni í Bryggjuhúsi þar sem búin verða til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Þar er einnig upplagt tækifæri til að taka jólamyndir af börnunum í jólastofunni. Aldrei að vita nema jólasveinn af gamla skólanum kíki í heimsókn :-) Lesa meira
-
14. nóv 2019 - 12. jan 2020Duus safnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar n.k. fimmtudag fjórar nýjar sýningar. Aðal sýning safnsins er á verkum úr safneign Braga Guðlaugssonar. Lesa meira
-
03.11 2019 kl. 12:00-17:00Duus SafnahúsÁ sunnudag lýkur þeim þremur sýningum Listasafns Reykjanesbæjar sem opnaðar voru á Ljósanótt.
Lesa meira -
26.-29. okt 2019Duus SafnahúsSkemmtilegir viðburðir verða í boði fyrir alla fjölskylduna í Duus Safnahúsum í vetrarfríi grunnskólanna sem mun standa yfir frá laugardeginum 26.október til þriðjudagsins 29.október. Lesa meira
-
06.10 2019 kl. 14:00-15:00Í tilefni af heilsu- og forvarnarviku Reykjanesbæjar býður Listasafn Reykjanesbæjar upp á hugleiðslu í safninu sunnudaginn 6. október kl. 14. Það er Reynir Katrínar, galdrameistari og skapandi listamaður sem stýrir hugleiðslunni. Þennan sama dag frá kl. 12-17 býður Reynir jafnframt upp á ör-spádóma gegn vægu gjaldi. Lesa meira
-
22.09 2019 kl. 12:00-17:00Sunnudaginn 22. september frá kl. 12-17 verður hægt að hitta á Reyni í sýningu hans í Stofunni í Duus Safnahúsum. Klukkan 15:00 verður hann með sérstaka leiðsögn um sýninguna en auk þess býður hann upp á ör-spádóma fyrir gesti og gangandi. Lesa meira
-
08.09 2019 kl. 16:00-18:00Á sýningunni „Varnarlið í Verstöð“ í Gryfjunni í Duus safnahúsum verða sagðar sögur sem tengjast samskiptum Íslendinga og Kananna á vellinum. Lesa meira
-
5. sep - 3. nóv 2019Í september fer í hönd árleg „Ljósanótt“ Reykjanesbæjar með listsýningum og öðrum menningarviðburðum á Suðurnesjum. Nú verður kastljósi sérstaklega beint að framlagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna. Lesa meira
-
18.08 2019 kl. 15:00-23:59Sunnudaginn 18. ágúst er lokadagur sýningarinnar Fimmföld sýn í Stofunni, Listasafni Reykjanesbæjar. Þar hafa fimm listamenn deilt sýn sinni á umhverfi og upplifanir sínar af Reykjanesinu. Listamennirnir eru Anna Hallin, Leifur Ýmir Ejólfsson, Helgi Þorgils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Haldið verður lokahóf kl 15 00 þann 18. ágúst þar sem þessu samstarfi listamannanna er fagnað og botninn sleginn í verkefnið með samverustund.
Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Lesa meira -
13.07 2019 kl. 14:00-16:00Verið velkomin á opnun sýningarinnar Fimmföld sýn. Listamennirnir eru Anna Hallin, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Helgi Þorgils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Lesa meira
-
22.06 2019 kl. 13:00-14:00Helgi Biering þjóðfræðingur og verkefnastjóri söfnunar varnarliðssögu hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar leiðir gesti um sýninguna Varnarlið í verstöð á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
15.06 2019 kl. 14:00-15:00Listakonan Erla S. Haraldsdóttir og sýningarstjórinn Inga Þórey Jóhannsdóttir verða með leiðsögn um sýninguna „Fjölskyldumynstur“. Á sýningunni má sjá ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum Erlu. Hún finnur tengingar við myndefnið í abstrakt mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku. Lesa meira
-
02.06 2019 kl. 15:00-16:00Sunnudaginn 2. júní kl. 15 býðst okkur einstakt tækifæri til að hlýða á tónleika með pólska þjóðlagahópnum WATRA sem kemur hingað til lands á vegum pólska sendiráðsins á Íslandi í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að Jóhannes Páll páfi II heimsótti Ísland árið 1989. Lesa meira
-
02.06 2019 kl. 11:00-12:00Sjómannadagsmessa verður haldin á vegum Keflavíkurkirkju í Bíósal Duus Safnahúsa sunnudaginn 2. júní kl.11.00. Lesa meira
-
01.06 2019 kl. 10:00-11:30Áttu hjól? Smelltu þér þá með okkur í léttan og skemmtilegan hjólreiðatúr þar sem hjólað verður á milli nokkurra útilistaverka og minnismerkja í bænum með leiðsögn. Hópurinn hittist við suðurenda Duus Safnahúsa laugardaginn 1. júní kl. 10:00. Ferðin hentar öllum, háum sem lágum og farið verður rólega yfir. Miðað er við að túrinn taki um 1,5 klukkustund og eru allir velkomnir. Lesa meira
-
31.05 2019 kl. 18:00-20:00Föstudaginn 31. maí klukkan 18:00 opnar sýning Erlu S. Haraldsdóttur „Fjölskyldumynstur“ í Listasafni Reykjanesbæjar, Duus Safnahúsum. Lesa meira
-
31.05 2019 kl. 18:00-20:00Byggðasafn Reykjanesbæjar býður þér að vera við opnun sýningarinnar „Varnarlið í verstöð“ föstudaginn 31. maí 2019 kl. 18:00 í Duus Safnahúsum. Lesa meira
-
2.-19. maí 2019Duus Safnahús verða undirlögð undir listsýningar leik-, grunn- og listnámsbrautar framhaldsskólans sem hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift sýninganna í ár er Hreinn heimur – betri heimur. Lesa meira
-
10.03 2019 kl. 15:00-16:00Verið velkomin á leiðsögn listamanns og sýningarstjóra sunnudaginn 10.mars kl.15 um sýningu á verkum Guðjóns Ketilssonar sem ber heitið TEIKN. Lesa meira
-
10.03 2019 kl. 15:00-16:00Verið velkomin á leiðsögn um sýninu Byggðasafns Reykjanesbæjar FÓLK Í KAUPSTAÐ sunnudaginn 10.mars kl.15. Lesa meira
-
10.03 2019 kl. 14:00-15:00Verið velkomin á leiðsögn afmælissýningu Byggðasafnsins, Við munum tímana tvenna þann 10. mars kl.14.00. Lesa meira
-
10.03 2019 kl. 13:00-14:00Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum mun Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leika sjómannalög í Bátasal Duus Safnahúsa sunnudaginn 10. mars kl. 13:00 og kl.16:00. Lesa meira
-
9.-10. mar 2019Taktu þátt í skemmtilegum leikjum fyrir alla fjölskylduna í Duus Safnahúsum yfir Safnahelgi Suðurnesja þann 9. og 10. mars frá 12-17. Pappírsbátagerð, ratleikur og skessublöðrur! Lesa meira
-
15.02 2019 kl. 18:00-20:00Verið velkomin á opnun þriggja nýrra sýninga næstkomandi föstudag kl. 18:00. Opnaðar verða sýningarnar; TEIKN, LJÓS OG TÍMI og FÓLK Í KAUPSTAÐ. Lesa meira
-
09.12 2018 kl. 14:00-15:00Gamaldags jólatrésskemmtun verður haldin í Bryggjuhúsinu sunnudaginn 9. desember kl. 14 að hætti Ásu Olavsen kaupmannsfrú sem stóð fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum fyrir bæjarbúa um aldamótin 1900. Lesa meira
-
02.12 2018 kl. 14:00-16:00Sunnudaginn 2. desember frá kl. 14 – 15 er fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta þess að koma saman í Bryggjuhúsi þar sem búin verða til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Þann 9 desember verður síðan haldið gamaldags jólatrésskemmtun í anda Duusverslunar. Lesa meira
-
01.12 2018 kl. 16:00-17:30Sveitarfélögin á Suðurnesjum bjóða til fagnaðar vegna 100 ára afmælis fullveldis Íslands þann 1. desember. Hátíðin fer fram í Duus Safnahúsum frá kl. 16-17.30. Dagskrá er fjölbreytt þar sem tvinnast saman fróðleikur, menning og gamanmál. Lesa meira
-
1. des 2018 - 6. jan 2019Á aðventunni, frá 1 desember, stendur fjölskyldum til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hér og þar um húsið. Þá er hægt að biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna. Lesa meira
-
1. des 2018 - 6. jan 2019Frá 1. desember stendur fjölskyldum til boða að taka jólamyndir af börnunum eða fjölskyldunni allri í uppábúinni gamaldags jólastofu. Lesa meira
-
25.11 2018 kl. 15:00-16:00Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Líkami, efni og rými sunnudaginn 25.nóvember kl. 15.00. Lesa meira
-
21.11 2018 kl. 15:00-17:00Miðvikudaginn 21. nóvember frá kl.15 - 17 mun Jón R Hilmarsson ljósmyndari vera á staðnum til að segja frá ljósmyndasýningunni Ljós og náttúra Reykjanesskaga og svara spurningum tengdum ljósmyndun. Lesa meira
-
16.11 2018 kl. 18:00-20:00Þér er boðið á opnun þriggja nýrra sýninga; LÍKAMI, RÝMI OG EFNI, VIÐ MUNUM TÍMANA TVENNA og LJÓS OG NÁTTÚRA REYKJANESS. Einnig verður Súlan, menningarverðlaun Reykjanesbæjar afhent. Lesa meira
-
14.10 2018 kl. 14:00-15:00Listasafn Reykjanesbæjar býður upp á leiðsögn og spjall um sýninguna Eitt ár á Suðurnesjum sunnudaginn 14.október kl. 14.00 í Listasal Duus Safnahúsa. Lesa meira
-
06.10 2018 kl. 14:00-16:00Verið velkomin á leiðsögn Rögnu Fróða um sýninguna Endalaust þar sem hún segir frá hugmyndafræði hennar og tilurð verkanna. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf.
Á sama tíma hefst smiðja í Bíósal Duus Safnahúsa sem ber yfirskriftina „Gamalt verður nýtt“ og stendur hún til kl. 16. Lesa meira -
30.09 2018 kl. 14:00-17:00Sunnudaginn 30. september n.k. mun Thelma Björgvinsdóttir bjóða upp á leiðsögn og ræða við gesti um sýninguna „svo miklar drossíur“ frá kl. 14.00 til 17.00. Sýningin opnaði á Ljósanótt í Stofunni í Duus Safnahúsum og hefur hefur vakið mikla athygli. Sýningin er unnin upp úr verkefni Thelmu í þjóðfræði við Háskóla Íslands um Silver Cross barnavagna og þann sess sem vagnarnir hafa í hugum margra, og þá ekki síst á Suðurnesjum. Lesa meira
-
15.09 2018 kl. 14:00-16:00„Handaband: Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur.“
Þátttakendur fá tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er gerð úr endurunnum textílefnum sem féllu til við framleiðslu á Íslandi. Efnin sem notuð verða koma frá Umemi, Glófa og Cintamani. Allir eru hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur. Lesa meira -
02.09 2018 kl. 15:00-16:00Sænsk/íslenska tvíeykið S.hel og Mill munu koma fram í Bíósalnum (í Duus safnahúsum) sunnudaginn 2. september kl. 15.
S.hel (Sævar Helgi) og Mill (Hanna Mia) eru nemendur við Listaháskóla Íslands. Dúóið hefur spilað saman í þó nokkurn tíma og er tónlist þeirra best lýst sem ambient, þjóðlaga og popp. Lesa meira -
01.09 2018 kl. 14:30-17:00Duushúsin iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum. Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegur menningarhópar, kórar og söngsveitir. Lesa meira
-
30.08 2018 kl. 18:00-21:00Verið velkomin á opnun Ljósanætursýninga í Duus Safnahúsum fimmtudaginn 30. ágúst kl.18.00 Lesa meira
-
01.06 2018 kl. 18:00-20:00Verið velkomin á opnun sumarsýninga Duus Safnahúsa föstudaginn 1. júní. Sýningarnar eru opnaðar í tilefni 15 ára afmælis Listasafns Reykjanesbæjar og 40 ára afmælis Byggðasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
28.-29. apr 2018Í tilefni Listahátíðar barna í Reykjanesbæ verða fjölskyldudagar helgina 28. - 29. apríl á svæðinu í kringum Duus Safnahús með listasmiðjum og alls kyns skemmtilegum uppákomum. Lesa meira
-
22.03 2018 kl. 19:00-17:30Fræðslu- og skemmtidagskrá í Bíósal Duus Safnhúsa fimmtudagur 22.mars kl. 17.30 Lesa meira
-
17. mar - 15. apr 2018Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu” laugardaginn 17.mars kl. 15.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum og eru allir áhugasamir boðnir hjartanlega velkomnir Lesa meira
-
11.03 2018 kl. 16:00-17:00Nú er síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Kvennakór Suðurnesja 50 ára sem Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur sett upp í samstarfi við kórinn til að minnast 50 ára afmælis hans en kórinn er elsti starfandi kvennakór landsins. Kórinn ætlar að ljúka sýningunni með tónleikum í Bíósalnum sunnudaginn 11. mars kl. 16:00. Lesa meira
-
11.03 2018 kl. 15:00-16:00Helgina 10. og 11. mars er Safnahelgi á Suðurnesjum haldin í 10. sinn en þá opna söfnin upp á gátt og bjóða ókeypis aðgang og fjölbreytta dagskrá. Af því tilefni verður Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri með leiðsögn um sýninguna Hjartastaður í sýningarsal listasafnsins á sunnudag kl. 15. Einnig verður myndlistargjörningur í salnum á sama tíma. Lesa meira
-
11.03 2018 kl. 14:00-15:00Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum verður leiðsögn um sýninguna Verndarsvæði í byggð sunnudaginn 11. mars kl. 14. Einnig verður Leikfélag Keflavíkur með lifandi gjörning í sýningunni. Lesa meira
-
11.03 2018 kl. 13:30-16:30Myndlistarmaðurinn Stephen Lárus Stephen stendur fyrir myndlistargjörningi í listasal á sunnudaginn. Sjálfur kallar hann viðburðinn "A Camera Painting Event" og munum við sjá listamanninn að störfum með lifandi módel þar sem ýmsar uppstillingar verða reyndar. Um viðburðinn segir Stephen sjálfur: "This project centres on my interest in the use of optics throughout the history of painting, and also the ways in which photography influences this." Viðburðurinn er öllum opinn og er hluti af dagskrá Safnahelgar á Suðurnesjum.
Lesa meira -
10.03 2018 kl. 15:00-15:30Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum mun Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leika sjómannalög í Bátasal Duus Safnahúsa laugardaginn 10. mars kl. 15:00. Lesa meira
-
10.-11. mar 2018Skessan í hellinum tekur vel á móti gestum um helgina og geta börn einnig komið við í Duus safnahúsum og fengið skessublöðru og þrautabækling.
Opið er í Skessuhelli frá 10-17 og í Duus Safnahúsum frá 12-17.
Lesa meira -
27.02 2018 kl. 17:00-19:00Hvernig menningarlíf/mannlíf viljum við hafa í Reykjanesbæ?
Þriðjudaginn 27. febrúar frá klukkan 17.00 - 19.00 stendur menningarráð Reykjanesbæjar fyrir opnum íbúafundi í Duus Safnahúsum Lesa meira -
09.02 2018 kl. 18:00-20:00Verið velkomin við sýningaropnanir á föstudaginn. Tvær nýjar sýningar verða opnaðar. Hjartastaður í listasal og 50 ára afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja í Stofu. Lesa meira
-
06.01 2018 kl. 17:00-21:00Jafnvel þótt við vitum að veröldin sé auðvitað full af púkum, tröllum og kynjaverum af ýmsu tagi fara nú flestir ósköp vel með það frá degi til dags. Einn er þó sá dagur þar sem fólk getur óhikað hleypt púkanum í sér út og það er auðvitað á þrettándanum. Eru því allir laumupúkar hvattir til að sleppa fram af sér beislinu og fjölmenna á stræti út og sýna sitt rétta púkaandlit í árlegri þrettándagleði í Reykjanesbæ n.k. laugardag. Lesa meira
-
07.12 2017 kl. 17:30-19:00Næsti fræðslufundur Sögufélagsins og Byggðasafnsins verður haldinn fimmtudaginn 7. desember 2017 kl. 17:30 í Bíósal Duus Safnahúsa í Keflavík. Eiríkur Hermannsson mun fjalla um kafla úr tónlistarsögu Suðurnesja Lesa meira
-
03.12 2017 kl. 14:00-15:00Gamaldags jólatrésskemmtun verður haldin í Bryggjuhúsinu sunnudaginn 3. desember kl. 14 að hætti Ásu Olavsen kaupmannsfrú sem stóð fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum fyrir bæjarbúa um aldamótin 1900. Lesa meira
-
2.- 3. des 2017Ertu að leita að skemmtilegri jólagjöf?
Laugardaginn 2. desember og sunnudaginn 3. desember kl. 12-17 verður handverksmarkaður í Bíósal þar sem margt skemmtilegt verður á boðstólum og eru bæjarbúar hvattir til að líta við og gera góð kaup. Lesa meira -
2. des 2017 - 6. jan 2018Á aðventunni, frá 2. desember, stendur fjölskyldum einnig til boða að fara í ratleik í Bryggjuhúsinu og leita að gömlu jólasveinunum sem hafa falið sig hingað og þangað um húsið. Þá er hægt og biðja Skessuna í hellinum um að koma óskalista til jólasveinanna. Lesa meira
-
26.11 2017 kl. 14:00-16:00Sunnudaginn 26. nóvember frá kl. 14 – 16 er fjölskyldum boðið að stíga út úr amstri hversdagsins og njóta þess að koma saman í Bryggjuhúsi þar sem búin verða til kramarhús, jólahjörtu og músastigar og salurinn skreyttur. Helgina 2. og 3. desember verður síðan haldið gamaldags jólaball í anda Duusverslunar. Lesa meira
-
12.11 2017 kl. 16:00-17:00Úlfur Karlsson, listamaður sýningarinnar Við girðinguna og sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson verða með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 12. nóvember kl. 16.00. Allir velkomir og aðgangur ókeypis. Lesa meira
-
12. nóv 2017 - 15. apr 2018Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, t.d. gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis?
Á sýningunni gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif, framhjá þér fara og líttu við í Duus Safnahúsum. Lesa meira