Á SJÓ - POP-UP sýning
Á sjó er pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip.
Vegna aðstæðna verður ekki sýningaropnun að þessu sinni, en Á sjó opnar fyrir almenna sýningu laugardaginn 8. ágúst og stendur til 25. ágúst þegar byrjað verður að setja upp sýningu listasafnsins fyrir Ljósanótt árið 2020.
Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni eru Áki Gränz, Ásta Árnadóttir, Eiríkur Smith, Eggert F. Guðmundsson, Erlingur Jónsson, Finnur Jónsson, Jón Gunnarsson, Jón Stefánsson, Jónas Marteinn Guðmundsson, Kjartan Guðjónsson, Óskar Jónsson, Steinþór Marinó Gunnarsson og Sveinn Björnsson.