Opnun - Varnalið í verstöð

Byggðasafn Reykjanesbæjar býður þér að vera við opnun sýningarinnar „Varnarlið í verstöð“ föstudaginn 31. maí 2019 kl. 18:00 í Duus Safnahúsum.

Saga varnarliðsins og samskipti þess við heimamenn er einstök í sögu landsins. Nábýli erlendrar herstöðvar við fornar verstöðvar Suðurnesja, þar sem allt hafði snúist um fiskveiðar frá upphafi landnáms, breytti mörgu í atvinnulífi, mannlífi og menningu á þessu tímabili, sem nær allt aftur til ársins 1941.