Fræðsla og leiðsögn

Tekið er vel á móti öllum gestum sem leggja leið sína á sýningar í Duus Safnahúsum og safnvörður veitir almennar upplýsingar um þær sýningar sem gestum standa til boða. Þá eru sýningartextar í tengslum við allar sýningar bæði á íslensku og ensku. Að auki er boðið upp á sérstakar leiðsagnir, sjá hér að neðan.

 

Leiðsagnir

Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa á opnunartíma og utan hans gegn greiðslu. Nánari upplýsingar í síma 420 3245 eða í gegnum netfangið duushus@reykjanesbaer.is

 
Nemendaleiðsagnir

Byggðasafn Reykjanesbæjar sinnir sögu bæjarfélagsins og tekur á móti nemendum af öllum skólastigum sem vilja leiðsögn um húsin og sýningar safnsins. Pantanir með tölvupósti: byggdasafn@reykjanesbaer.is

Listasafn Reykjanesbæjar er virkur þáttur í menningarstarfsemi fyrir börn og unglinga og tekur á móti nemendum af öllum skólastigum eftir samkomulagi og veitir leiðsögn um sýningarnar. Pantanir eru  í gegnum tölvupóst listasafn@reykjanesbaer.is 

 
Listamannsleiðsagnir og fræðslufundir

Í tengslum við hverja sýningu sem haldin er í Listasal er boðið upp á listamannaleiðsögn einu sinni á sýningartímanum. Hún er auglýst sérstaklega hér á vefnum, á Facebooksíðu Listasafnsins og í fjölmiðlum í hvert sinn.

Fjórir til fimm fræðslufundir á ári eru haldnir, í samvinnu Byggðasafns Reykjanesbæjar og Sögufélags Suðurnesja, efni þeirra varða sögu og minjar svæðisins eru haldnir yfir vetrartímann. Fundirnir eru auglýstir á vefnum og á Facebooksíðu Byggðasafnsins.