Útilistaverkahjólreiðatúr

Áttu hjól? Smelltu þér þá með okkur í léttan og skemmtilegan hjólreiðatúr þar sem hjólað verður á milli nokkurra útilistaverka og minnismerkja í bænum með leiðsögn. Hópurinn hittist við suðurenda Duus Safnahúsa laugardaginn 1. júní kl. 10:00. Ferðin hentar öllum, háum sem lágum og farið verður rólega yfir. Miðað er við að túrinn taki um 1,5 klukkustund og eru allir velkomnir.