Af hug og hjarta
Af hug og hjarta
Haraldur Karlsson
Á sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar einfaldlega Heili (Brain). Vísindin vita ennþá lítið um heilann, en segulómyndirnar eru hluti af vísindarannsókn sem miðar af því að öðlast betri þekkingu á starfsemi heilans og þroska hans. Í gegnum segulómyndirnar hefur Haraldur haldið í sinn eigin listræna könnunarleiðangur um myndefnið þar sem hann nýtir sér myndvinnsluforrit til að ferðast um óþekkt svæði og teikna upp mynstur, brautir og efnahvörf. Nýverið áskotnuðust honum einnig segulómyndir af hjarta sem hann notar á sama hátt og birtast í þessari sýningu með myndum af heilanum. Hluti af innsetningunni í Listasafni Reykjanesbæjar byggir einnig á óhlutbundnu myndefni sem fjallar um sama viðfangsefni en eru unnið beint í myndvinnsluforrit. Verkið er langtímaverkefni, gert í beinu framhaldi af Litla sólkerfinu (2000-2022).
Haraldur Karlsson (f. 1967) hefur sérhæft sig í gerð tilraunakenndra vídeóverka á síðustu tuttugu árum. Hann útskrifaðist með diplóma frá Fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og er með BA gráðu í vídeólist frá AKI (Academ of Arts and Industry) í Enschede, Hollandi. Hann lagði stuna á hljóðfræði og skynjarafræði (sonology) við Konunglega tónlistarskólann í Hague (The Royal Conservatoire of The Hague). Á árunum 1999-2009 var Haraldur umsjónarmaður nýmiðlaverkstæðis Listaháskóla Íslands. Hann er búsettur í Osló þar sem hann starfar sem listamaður en hefur dvalið á Íslandi allt síðasta ár. Haraldur tók þátt í að stofna raflistahátíðina Raflost sem er haldin í samstarfi við Listaháskóla Íslands, og hefur komið reglulega fram á þeirri hátíð frá upphafi.