Fræðslufundur Sögufélagsins og Byggðasafns

Næsti fræðslufundur Sögufélagsins og Byggðasafnsins verður haldinn fimmtudaginn 7. desember 2017 kl. 17:30  í Bíósal Duus Safnahúsa  í Keflavík. 

Eiríkur Hermannsson mun fjalla um kafla úr tónlistarsögu Suðurnesja og sjónum beint að brautryðjendunum sem settu svip á skemmtanalífið fyrir 1960. Fyrirlesturinn byggir að mestu á viðtölum og ljósmyndum. 

 

Allir velkomnir og heitt á könnunni