S.hel og Mill tónleikar í Bíósalnum

Sænsk/íslenska tvíeykið S.hel og Mill munu koma fram í Bíósalnum (í Duus safnahúsum) sunnudaginn 2. september kl. 15.

S.hel (Sævar Helgi) og Mill (Hanna Mia) eru nemendur við Listaháskóla Íslands. Dúóið hefur spilað saman í þó nokkurn tíma og er tónlist þeirra best lýst sem ambient, þjóðlaga og popp.

Á tónleikunum munu þau flytja nýja frumsamda tónlist ásamt gömlu efni. 

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

S.hel:
S.hel: https://soundcloud.com/shelmusique/tracks
https://www.facebook.com/Shelmusique/

Mill:
Mill: https://youtu.be/2sSXVxPBKmI
https://www.facebook.com/milltunes/