Safnahelgi á Suðurnesjum

Margt verður um að vera helgina 25.-27. október n.k. þegar Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram. Þá bjóða sveitarfélögin á Suðurnesjum landsmönnum í heimsókn til að skoða fjölbreytta flóru safna, setra og sýninga á Suðurnesjum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Alla jafna hefur Safnahelgin verið haldin í mars en í ljósi aðstæðna sem uppi voru í Grindavík í byrjun árs var tekin ákvörðun um að fresta viðburðinum fram í október.