Leiðsögn um Verndarsvæði í byggð
Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ vegna menningarsögulegs mikilvægis? Á sýningnunni Verndarsvæði í byggð er þeirri spurningu varpað fram og íbúum gefinn kostur á að koma með tillögur um framtíðarásýnd áhugaverðra svæða í bæjarlandinu. Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum verður leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 11. mars kl. 14. Einnig verður Leikfélag Keflavíkur með lifandi gjörning í sýningunni.