Sýningarsalir í Duus Safnahúsum

Bátasalur: Í vinnslu

Listasalur: Listasafn Reykjanesbæjar miðlar myndlist með fjölbreyttu sýningarhaldi, fyrirlestrum, leiðsögnum, útgáfu og miðlun á vefnum. Safnið opnar 5 sýningar á ári í þessum sal eftir listamenn sem koma hvaðanæva að.

Gryfjan: Gryfjan er sameiginlegur sýningarsalur Listasafns og Byggðasafns og þar eru haldnar nokkrar sýningar á ári. Listasafnið hefur þar lagt áherslu á sýningar tengdar handverki og hönnun og Byggðasafnið á afmarkaða þætti úr sögu svæðisins.

Bíósalur: Salurinn dregur nafn sitt af bíósýningum sem haldnar voru í húsinu í kringum 1930. Nú fer þar fram margvísleg menningarstarfssemi s.s. sýningar, bókmenntakvöld, tónleikar, fundir og ráðstefnur.

Bryggjuhús - Gestastofa Reykjaness Jarðvangs:  Upplýsingamiðstöð ferðamanna er rekin í Gestastofunni. Þetta er landshlutamiðstöð, sem þjónar öllum Suðurnesjum, og bókunarmiðstöð. Í Gestastofu er sýning frá Reykjanesjarðvangi (Geopark) um myndun og mótum Reykjanesskagans, lífríki og náttúrufar. Eitt af hlutverkum jarðvangsins er að auka þekkingu almennings á jarðminjum, sögu og menningu svæðisins. 

 

Bryggjuhús -  Stofan: Í Stofunni fer fram margvísleg menningarstarfsemi s.s. sýningar,  kynningar, fundir og ráðstefnur. 

 

Bryggjuhús - Miðloft:   Grunnsýning Byggðasafns Reykjanesbæjar ,,Þyrping verður að þorpi" var opnuð árið 2014. Á sýningunni er stiklað á stóru um sögu svæðisins allt frá 9. öld fram undir miðja síðustu öld. Fjallað er um torfbyggingar, eldamennsku, verslun og viðskipti, fiskveiðar og vinnslu, ferðalög og náttúru.

Bryggjuhús - Ris: Í Risinu má sjá minjar frá fyrstu árum hússins og þar fer fram blönduð menningarstarfsemi.