VIÐ MUNUM TÍMANA TVENNA - Leiðsögn

Við munum tímana tvenna er afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar í Gryfjunni í Duus Safnahúsum. Á sýningunni er farið yfir 40 ára sögu safnsins og dregin upp mynd af fjölbreyttum verkefnum safnsins í þeim miklu breytingum sem orðið hafa á samfélaginu á þessum árum.

Leiðsögn safnstjóra Eiríks P. Jörundssonar um sýninguna verður haldin sunnudaginn 10. mars kl. 14.00.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.