Fimmföld sýn/Lokahóf

Sunnudaginn 18. ágúst er lokadagur sýningarinnar Fimmföld sýn í Stofunni, Listasafni Reykjanesbæjar.  Þar hafa fimm listamenn deilt sýn sinni á umhverfi og upplifanir sínar af Reykjanesinu. Listamennirnir eru Anna Hallin, Leifur Ýmir Ejólfsson, Helgi Þorgils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir. 

Haldið verður lokahóf kl 15 00 þann 18. ágúst þar sem þessu samstarfi listamannanna er fagnað og botninn sleginn í verkefnið með samverustund.

 

Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.