Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leikur sjómannalög

Í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum mun Félag harmonikkuunnenda á Suðurnesjum leika sjómannalög í Bátasal Duus Safnahúsa laugardaginn 10. mars kl. 15:00 en í salnum eru rúmlega 100 bátalíkön úr skipaflota landsmanna sem Grímur Karlsson fyrrverandi skipstjóri og líkanasmiður hefur gert. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.