Pappírsbátagerð, ratleikur og skessublöðrur!

Taktu þátt í skemmtilegum leikjum fyrir alla fjölskylduna í Duus Safnahúsum yfir Safnahelgi Suðurnesja þann 9. og 10. mars frá 12-17.

 

Pappírsbátagerð. Búðu til þinn eigin pappírsbát og farðu með hann í sjóleiðangur í bölum sem sett verða upp fyrir utan safnið.  

Ratleikur. Hægt er að fara í spennandi ratleik um safnið . Verðlaun veitt fyrir rétta lausnarorðið! 

Gefins skessublöðrur í móttökunni!

 

Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis!