Sjómannadagsmessa

Sjómannadagurinn hefur lengi verið haldinn hátíðlegur í Duus Safnahúsum og verður það gert með sama hætti í ár. Sunnudaginn 2.júní kl. 11.00 verður sjómannamessa á vegum Keflavíkurkirkju í Bíósalnum og eftir messuna verður lagður krans við minnismerki sjómanna við Hafnargötu fyrir tilstilli Vísis,félags skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Vélstjórafélags Suðurnesja og Verkalýðs- og sjómannafélags Suðurnesja. Sama dag kl. 15.00 verða svo tónleikar í Bíósalnum þar sem pólsk þjóðalagasveit kemur fram. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.