Lífangar, samtal við listamann.
Listasafn Reykjanesbæjar, kynnir Arnbjörgu Drífu Káradóttur og sýningu hennar „Lífangar“. Sýningastjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Samtal við listamanninn, ferðalagið að sýningunni Lífangar.
Arnbjörg Drífa Káradóttir er með einkasýningu hjá Listasafni Reykjanesbæjar, mun safnið standa fyrir viðburði að því tilefni og kynnir samtal við listamanninn á sunnudaginn næstkomandi 23 febrúar 2020, klukkan 15:00.
Drífa eins og hún kallar sig oftast, ólst upp í Sandgerði og nam við unglingadeild í grunnskóla hjá Reykjanesbæ, þar sem hún kynntist fyrst leirlistinni sem boðið var uppá í vali við skólann. Það sýnir okkur hvað lengi býr að fyrstu gerð og sannar hversu mikilvægir sérgreinakennarar eru í grunnskólum. Listakonan segir þó að hvatningin til að leggja fyrir sig myndlist í því umhverfi sem þá var, hafi nú kannski ekki verið mikil. Litið hafi verið á leirlistina sem kvenlega aukabúgrein, svona eins og getu til að hekla eða gera útsaum til heimilisprýði, þrátt fyrir að sjálfur Picasso hafi haft miklar mætur á leirmiðlinum.
Við hlökkum til að heyra um glímu Drífu við lífið og listina.