Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu”

Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu” laugardaginn 17.mars kl. 15.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum og eru allir áhugasamir boðnir hjartanlega velkomnir. Á sýningunni verða sýnd verk sem félagsmenn hafa unnið á námskeiði hjá Elvu Hreiðarsdóttur á þessum vetri.  Verkin eru unnin með óhefðbundnum grafíkaðferðum (painterly print) þar sem hugmyndaauðgi og  sköpunargleði fá að njóta sín. Þeir átta félagsmenn sem sýna verk sín að þessu sinni eru: Bjarnveig Björnsdóttir, Halla Harðardóttir, Hermann Árnason, Ögmundur Sæmundsson, Helga Kristjánsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Unnur Karlsdóttir og Hafdís Hilmarsdóttir. 

Sýningin opnar laugardaginn 17.mars kl. 15.00 og stendur til sunnudagsins 15.apríl. Duus Safnahús eru opin alla daga frá kl. 12.00-17.00 og ókeypis aðgangur er á sýninguna.