Gerðið

Steingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú.

Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1975 og 1978, er einnig menntaður í Edinborg og Helsinki og stundaði framhaldsnám í Hollandi 1980­ – 1983.

Steingrímur hefur haldið fjöldamargar einkasýningar síðan 1977, ásamt því að vera valinn til þess að taka þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og alþjóðlega.

Hann var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 með verkið Lóan er komin sem samanstendur af 13 sjálfstæðum verkum og þar á meðal er Gerðið sem sýnt er á Listasafni Reykjanesbæjar.

 

Gerðið, eftir Steingrím Eyfjörð

Hið séða, það sem er.

Áhorfandinn labbar yfir brú fyrir innan býður hans myndheimur Gerðisins.

Umgjörðin er fallegt 19 aldar herbergi, fyrir miðju er þrívítt myndverk, svið sem girt er af. Hlutirnir og sviðið eru túlkun Steingríms Eyfjörðs á lýsingum huldumanns á hlutum sem tengjast dýrahaldi í veraldarvídd hulduheima. Hlutirnir eru kunnuglegir, þetta er gerði eða grindverk eins og það er oftast kallað í daglegu máli, saltstampur, jata og vatnsdallur. Fyrir utan gerðið er karfa einnig framleidd samkvæmt fyrirmælum frá hulduheimum, sem notuð var til að flytja huldukind frá Íslandi til Feneyja.

Myndirnar sem umlykja Gerðið, sýna áhorfendum ferlið sem listamaðurinn fór í gegnum til að ná sambandi við hulduheima með aðstoð Þórunnar Kristínar Emilsdóttur miðils og framleiðslu listhlutana sem gerðir voru samkvæmt lýsingu huldumanns.

Gerðið er frá árinu 2007 og var framlag Íslendinga á Feneyjabíenalnum, það sama ár.

Trú á hulisheima hefur fylgt Íslendingum frá upphafi byggða, enda segir sagan að þau hafi komið á sama tíma og mannfólkið til ís eyjunnar í norðri. Sögur að samskiptum milli vídda eru partur af náttúrinni sjálfri og virðingu sem skal halda í heiðri andspænis því sem jörðin hefur skapað.

Henri Bergson í Matter and Memory (1911/1988), talar um einhverskonar „beinagrindun hlutanna“ [e. Skeletalization of objects]: „Við skynjum einungis það sem vekur áhuga okkar, sem getur nýst okkur, það sem skilningarvit okkar hafa, með þróun, verið stillt fyrir“ Þannig mætti halda því fram að lífið, jafnvel einfaldasta fruma, sé samsett og beri með sér fortíðina í núinu. Vegna þess sé hið náttúrulega einstakt. Þannig getur lífið þróast áfram með óvæntum hætti, vegna þess að það sé nú þegar samsetning af fortíð og nútíð þá sé aldrei að vita hvernig það bregst við örvun sem ætti sér stað fyrir utan það sjálft. Út af þessum eiginleikum lífsins verða síðan til kenndir eins og nautn, smekkur, ánægja og upplifanir.

Hafi Bergson rétt fyrir sér er auðvelt að sjá fyrir sér að víddir hulduheima, sem part að hverri frumu og skynjun allra afkomenda norrænna manna. Verk Steingríms minnir okkur á eigin uppruna og skynjun, við getum enn leitað að svörum þar.

List og náttúra – list í náttúrunni – deila sömu uppbyggingunni, sem er óhófleg [e.excessive] ónauðsynleg framleiðsla, framleiðsla sem hvelfist í kring um sig sjálfa. List tekur frá jörðinni það sem hún þarf, liti, form og efni til þess að framleiða upplifanir sem öðlast eigið líf.

Gerðið eftir Steingrím Eyfjörð, dregur fram mikilvægan part í samsettri samvitund norrænna manna, kastar á hann ljósi, gerir eðlið skynjanlegt. Tækni hefur haft slík áhrif á félagsrými samtímans, sem skilgreindur hefur verið sem síð-mannlegur, að tíminn sjálfur hefur verið fluttur til í samfellu tíma og rúms. Tæknin hefur fryst tímann um leið og hún hefur flýtt honum; Þetta hefur brenglað skyn hugverunnar og hleypt að og breitt út félagslegan ímyndarheim [e. social imaginary] sem einkennist af tvíræðni og tímaleysi. Stafræn tækni og sýndarsamfélög hafa sett sýnilegt mark á ívaf samfélagsins og á það líka við um vinnusiðferði, menningu og félagslegan ímyndarheim, þar sem á sama tíma birtast vel snyrtir dáðir og dýrir líkamar, eins og líkamar Kardashian fjölskyldunnar er dæmi um og óþrifalegir öllum til ama líkamar flóttafólks. Þetta er sitt hvor hliðin á sama peningi. Gerðið býður þér, áhorfandanum að staldra við og finna lífræna álfinn í eigin líkama, þannig eru álfar menn.

Helga Þórsdóttir Sýningarstjóri