Leiðsögn um sýninguna Varnarlið í verstöð

Sýningin Varnarlið í verstöð á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar, í Gryfjunni í Duushúsum, tekur fyrir hvernig það var fyrir lítið sjávarþorp að fá ameríska herstöð í bakgarðinn hjá sér.  Helgi Biering þjóðfræðingur og verkefnastjóri söfnunar varnarliðssögu hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar leiðir gesti um sýninguna milli kl 13 og 14 laugardaginn 22. júní.