-
25.-27. okt 2024Dagskrá Duus safnahúsa á Safnahelgi á Suðurnesju má sjá hér Lesa meira
-
18.08 2024 kl. 15:00-17:00Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar, ásamt fjölskyldumeðlimum Erlings, Jóni Guðmari Jónssyni og Ásgeiri Erlingssyni, taka á móti gestum klukkan 15:00, sunnudaginn 18. ágúst. Þrenningin mun eiga létt spjall við gesti safnsins um líf og list Erlings Jónssonar listamanns.
Verið velkomin, aðgangur ókeypis. Lesa meira -
17. jún - 18. ágú 2024Duus safnahúsSýndur verður fáninn sem var hylltur á lýðveldishátíðinni en hann er engin smásmíði að stærð, rúmir 23 fermetrar. Lesa meira
-
12. jún - 18. ágú 2024Duus safnahúsSýning verkum listamannsins Erlings Jónssonar (1930-2022) úr einkasafni fjölskyldu hans. Einnig verða sýndar ljósmyndir af listamanninum sem eru í eigu listasafnsins. Lesa meira
-
12. jún - 18. ágú 2024Duus safnahúsSýningin „Inn í ljósið“ samanstendur af verkum úr safneign og aðallega landslagsverkum eftir íslenska listmálara. Lesa meira
-
11.03 2024 kl. 16:30-19:00Byggðasafn Reykjanesbæjar og Byggðasafnið á gArðskaga standa fyrir málþingi um varðveislu fornbáta mánudaginn 11. mars kl. 16.30 í Duus safnahúsum. Lesa meira
-
24. feb - 28. apr 2024Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar býður öll velkomin á sýninguna, Afbygging stóriðju í Helguvík, sem er verk í vinnslu og unnið í samstarfi og samtali Libiu & Ólafs við Töfrateymið, Andstæðinga stóriðju í Helguvík, aðra umhverfisverndarsinna, hagfræðing, íbúa Reykjanesbæjar og nærsamfélaga og sýningarstjórann Jonatan Habib Engqvist. Lesa meira
-
18. nóv 2023 - 11. feb 2024Þessi sýning er tileinkuð minningu Valgerðar Guðlaugsdóttur vinkonu okkar og samferðakonu í myndlistinni. Lesa meira
-
31. ágú - 30. nóv 2023Duus SafnahúsÍ tilefni Ljósanætur 2023 opnar sýning Lindu Steinþórsdóttur, Endurlit/Hindsight, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 - 20:00 í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
3. jún - 7. ágú 2023Duus SafnahúsSilvia Björg sýnir „Frjósemi” á sumarsýningu 2023 í Bíósal Duus Safnahúsa í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar.
Opnun sýningarinnar er laugardaginn 3. júní kl. 14:00 - 16:00. Lesa meira -
31.05 2023 kl. 17:30-18:30Á Suðurnesjum er urmull af fornminjum, bæði á landi og láði. Hvað á að gera þegar forngripir finnast á víðavangi? Lesa meira
-
17. maí - 29. okt 2023Snorri Ásmundsson opnar einkasýningu sína, Boðflennu, í Lisasafni Reykjanesbæjar miðvikudaginn 17. maí, kl. 18:00 – 20:00. Lesa meira
-
28. apr - 7. maí 2023Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í sautjánda sinn í Duus Safnahúsum Lesa meira
-
18.03 2023 kl. 14:00-17:00Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar, opnar sýninguna Divine Love með verkum eftir hönnuðinn Sigrúnu Úlfsdóttir, í tilefni Safnahelgar á Suðurnesjum, laugardaginn 18. mars, klukkan 14:00 í Bíósal Duus safnahúsa. Lesa meira
-
11. mar - 16. apr 2023Frá 2021 hefur Listasafn Reykjanesbæjar á hverju ári boðið meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við LHÍ að stýra sýningu í safninu, í samstarfi við námsleiðina. Þar er lögð áhersla á sýningagerð sem víðfeðman og margþættan vettvang sköpunar og rannsókna með samvinnu sem lykilþema. Sýningar meistaranema hafa vakið athygli safngesta og samstarfið við Listaháskólann er jafnframt liður í að kynna safnið fyrir nýrri kynslóð sem starfar innan
listgreina og fræðasviðs lista á Íslandi. Lesa meira -
10. feb 2023 - 31. des 2024Duus SafnahúsSýning um myndun og mótun Reykjanesskagans, lífríki og náttúrufar. Lesa meira
-
26. nóv 2022 - 5. mar 2023Duus SafnahúsVena og Michael eru gjörningalistamenn og mun sýningin verða vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tímapunkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið. Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgarar á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma. Lesa meira
-
26. nóv 2022 - 5. mar 2023Duus SafnahúsGuðrún Gunnarsdóttir er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá myndvefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem einkenna myndlist hennar í dag. Lesa meira
-
1. sep - 30. okt 2022Duus SafnahúsSýningin Ráð er samansett af nýju listráði Listasafns Reykjanesbæjar.
Listráð skipaða þau; Kristinn Már Pálmason, Andrea Maack og Gunnhildur Þórðardóttir. Öll eru þau tengd Reykjanesbæ, annað hvort með búsetu eða eru fædd og uppalin í bæjarfélaginu. Lesa meira -
4. jún - 28. ágú 2022Duus SafnahúsDuus Safnahús í samstarfi við Listasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á sumarsýningu fyrir fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Þetta er tilraunaverkefni sem haldið er í annað sinn í Bíósal Duus Safnahúsa.
Lesa meira -
28. maí - 14. nóv 2022Duus SafnahúsSporbaugur/Ellipse, verður aðal sýning Listasafns Reykjanesbæjar árið 2022, áætlað sýningatímabil er frá laugardeginum 28. maí til sunnudagsins 14. nóvember 2022.
Safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar hefur verið í samtali um langt skeið við listamennina Gabríelu Friðriksdóttur og Björn Roth, bæði eru þau vel þekkt og vekja sýningar þeirra ávallt athygli bæði á Íslandi sem og út fyrir landssteinana. Lesa meira -
28. apr - 15. maí 2022Duus SafnahúsListahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í sextánda sinn í Duus safnahúsum þann 28. apríl – 15. maí 2022. Lesa meira
-
12. mar - 24. apr 2022Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar býður í annað sinn meistaranemum á fyrsta ári í sýningagerð við Listaháskóla Íslands að stýra sýningu í safninu. Minningar morgundagsins verður opnuð laugardaginn 12. mars og stendur til sunnudagsins 24. apríl 2022. Lesa meira
-
20. nóv 2021 - 20. feb 2022Duus SafnahúsSýningin fjallar um flótta og tilfærslur þjóða í heiminum. Nafnið Skrápur vísar í skjól sem líkaminn býr til sjálfur yfir tíma, fyrir utanaðkomandi áreiti. Einnig vísar orðið í skráp sem manneskjan kemur sér upp huga sínum til varnar. Lesa meira
-
29. okt - 31. des 2021Duus SafnahúsÁ föstudaginn opnum við sýningu í Bíósal Duus Safnahúsa sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra en það er hátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hennar er að auka menningarlegt jafnrétti & fjölbreytni með því að skapa faglegan vettvang & tækifæri fyrir fatlaða listamenn. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúa. Lesa meira
-
2. sep - 14. nóv 2021Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Formheimur Bjargar Þorsteinsdóttur sem samanstendur af akrýlmálverkum, olíukrítarteikningum og grafíkverkum víðsvegar af fimm áratuga löngum myndlistarferli Bjargar Þorsteinsdóttur (1940–2019). Lesa meira
-
2. sep - 14. nóv 2021Duus SafnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu í samvinnu við MULTIS.
Aðstandendur verkefnisins eru: Helga Óskarsdóttir, Ásdís Spanó og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. Lesa meira -
2. sep 2021 - 24. apr 2022Duus SafnahúsVíkurfréttir efna til ljósmyndasýningar í bíósal Duus Safnahúsa þar sem fólkið á Suðurnesjum er í sviðsljósinu. Sýningin opnar fimmtudaginn 2. september en á henni eru tæpleg 80 prentaðar ljósmyndir auk þess sem nærri 300 myndir verða sýndar á skjám. Þá eru sýndar nokkrar forsíður Víkurfrétta frá þessum áratug, 1983 til 1993. Lesa meira
-
17. júl - 22. ágú 2021Duus SafnahúsDuus Safnahús og Listasafn Reykjanesbæjar bjóða til samstarfs í sumar við fólk sem ástundar myndlist og býr á Suðurnesjum. Góð þátttaka var um sýningarpláss, 18 einstaklingar sóttu um og af þeim voru 4 valdir til þess að sýna á tveimur samsýningum í Bíósal Duus Safnahúsa.
Seinni myndlistarsýningin af tveimur stendur frá 17. júlí til 22. ágúst 2021 og er samsýning Einars Lars Jónssonar (Larz) og Unnar Karlsdóttur. Lesa meira -
12. jún - 22. ágú 2021Duus SafnahúsTegundagreining er sambland endurlits og nýrra verka Steingríms Eyfjörð sem unnin eru árin 2020 – 2021. Lesa meira
-
12. jún - 28. nóv 2021Duus SafnahúsSaga Kaupfélagsins hefur verið samofin sögu byggðarlaga á Suðurnesjum í 75 ár. Af því tilefni verður opnuð sýning í Stofunni í Duushúsum og á Keflavíkurtúni laugardaginn 12. júní kl 13:00.
Sýningarstjóri er Helgi Biering, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira -
12. jún - 11. júl 2021Duus SafnahúsJacek Karaczyn – er fæddur í Kraków árið 1986. Hann útskrifaðist frá Krakow Academy of Fine Arts, Jan Matejko, úr myndlistadeild með áherslu á málverk og teikningu hjá prófessor Adam Wsiołkowski.
Rakel er fædd og uppalin á Íslandi, hefur búið i Ameríku og Austurríki, en býr og starfar nú á Íslandi. Lesa meira -
6.-24. maí 2021Duus SafnahúsListahátíð barna í Reykjanesbæ verður haldin í fimmtánda sinn í Duus safnahúsum þann 6. maí – 24. maí 2021. Lesa meira
-
28. mar - 25. apr 2021Duus SafnahúsSýningin er samsýning ellefu listamanna sem fanga á ólíkan hátt áskoranir og viðfangsefni í lífinu. Þau nota eigin sjálfsímynd og reynsluheim sem efnivið og úr því verða til opinská og djörf verk sem við sjálf getum tengt okkur við eða lært af. Sum verkanna sýna úthald og seiglu á meðan önnur fagna mannslíkamanum með húmor og næmni. Lesa meira
-
20. feb - 21. mar 2021DuushúsSýningin á og í ; samanstendur af nýjum verkum listamannanna, Bjarkar Guðnadóttur, Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur og Yelenu Arakelow, sem sérstaklega eru búin til fyrir sali Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin er unnin í samstarfi við Dansverkstæðið, sem valdi Yelenu Arakelow, sjálfstætt starfandi danshöfund og dansara sem starfar á mörkum myndlistar og danslistarinnar, til liðs við nýja sýningu Listasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
13. jan - 9. feb 2021duus safnahúsÁ sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Lesa meira
-
5.-21. des 2020duus safnahúsNý sýning 365 opnar klukkan 12:00. Ekki verður formleg opnun, en fólk er boðið velkomið að skoða nýja sýningu, mörg myndverkana verða til sölu, það er því tilvalið að skoða sýninguna og athuga hvort fólk vilji versla myndlist í jólagjöf. Lesa meira
-
17. okt 2020 - 31. jan 2021duus safnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar yfirlitssýningu á verkum Daða Guðbjörnssonar og á
þessum tímamótum gefur hann safninu 400 grafík verk sem eru frá árunum 1978-
2020. Lesa meira -
8. sep 2020 - 20. maí 2021Duus SafnahúsNú stendur yfir í Stofunni í Duus Safnahúsum sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar á merku leikfangasafni Helgu Ingólfsdóttur. Helga hóf söfnun á brúðum fyrir margt löngu og í framhaldinu margskonar leikföngum öðrum sem flestir ættu að þekkja vel úr æsku. Lesa meira
-
3. sep - 12. okt 2020duus safnahúsÁfallalandslag er sýning sem ætlað er að tengja áhorfandann við atburðarás áfalla sem tengjast náttúruhamförum. Sýningin er innblásin af grein sem skrifuð er af Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni og Arnari Árnasyni, Landscapes of Trauma: a Reflection on Wonder. Lesa meira
-
8.-17. ágú 2020duus safnahúsÁ sjó er pop-up sýning úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina Lesa meira
-
5. jún - 5. ágú 2020duus safnahúsSteingrímur Eyfjörð (f. 1954) hóf að starfa í myndlist á áttunda áratug síðustu aldar, hann hefur unnið með fjölbreytta miðla og ólík viðfangsefni m.a. menningararfleið Íslendinga, þjóðsögur og hjátrú. Lesa meira
-
5. jún - 3. ágú 2020duus safnahúsÁ sýningunni Af hug og hjarta er að finna tilraunakennd vídeóverk eftir Harald Karlsson. Frá árinu 2014 hefur Haraldur verið að vinna verk í vídeó sem byggja á segulómmyndum af heila og hann kallar einfaldlega Heili (Brain). Lesa meira
-
5. jún 2020 - 17. jún 2023Föstudaginn 5. júní opnaði Byggðasafn Reykjanesbæjar sýninguna Hlustað á hafið í Duus Safnahúsum. Sýningin er sú fyrri af tveimur sem sett verður upp á 40 ára afmæli safnsins og verður opin til 19. ágúst. Í nóvember verður síðan opnuð sérstök afmælissýning safnsins. Lesa meira
-
5. jún 2020 - 1. maí 2021Duus SafnahúsÁ sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994. Lesa meira
-
4.-29. maí 2020Duus SafnahúsLoji Höskuldsson, 1987, Reykjavík, Ísland. Útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur spilað með mörgum mismunandi hljómsveitum í gegnum tíðina, s.s. Sudden Weather Change 2006-2012, Wesen, I:B:M:, Prins Póló, Tilfinningar vina minna og einnig undir sínu eigin nafni. Hann hefur spilað oft á Iceland Airwaves og Sónar Reykjavík og einnig túrað um Evrópu og Ameríku.
Áslaug Thorlacius, 11.09.1963, Reykjavík, Ísland, er myndlistarkona, kennari og þýðandi, hún er skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Áslaug hefur haldið fjölda sýninga, verið framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna og kennt í grunnskóla, háskóla og Myndlistaskólanum í Reykjavík. Lesa meira -
7. feb - 19. apr 2020Duus SafnahúsÞað telst til nokkurra tíðinda að aðalsýning safnsins samanstendur af verkum frá Safnasafninu á Svalbarðsströnd en safnið fagnar í ár 25 ára afmæli sínu með ýmsum hætti. Lesa meira
-
7. feb - 19. apr 2020Duus SafnahúsLeirlistakonan Arnbjörg Drífa Káradóttir opnar sýninguna „Lífangar" í stofu Duushúsa föstudaginn 7. febrúar kl.18:00.
Til sýnis verða verk unnin úr leir og postulíni, en innblástur þeirra er jörðin, jurtaríkið og dýraríkið. Lesa meira -
14. nóv 2019 - 12. jan 2020Duus safnahúsListasafn Reykjanesbæjar opnar n.k. fimmtudag fjórar nýjar sýningar. Aðal sýning safnsins er á verkum úr safneign Braga Guðlaugssonar. Lesa meira
-
14. nóv 2019 - 12. jan 2020duus safnahúsBragi Guðlaugsson, iðnaðarmaður með meiru, mundi óhikað teljast til ástríðusafnara. Um langt árabil hefur hann verið fastagestur á öllum myndlistarsýningum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hann sækir heim myndlistarmenn til að kaupa af þeim myndir, skiptist á myndum við aðra safnara, verslar að auki við uppboðshús heima og erlendis. Lesa meira
-
5. sep - 3. nóv 2019Duus SafnahúsÚRVALSGRAFÍK FRÁ PÓLLANDI
Í september fer í hönd árleg „Ljósanótt“ Reykjanesbæjar með listsýningum og öðrum menningarviðburðum á Suðurnesjum. Nú verður kastljósi sérstaklega beint að framlagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna. Lesa meira -
5. sep - 3. nóv 2019Duus SafnahúsInga Þórey Jóhannsdóttir , Valgerður Guðlaugsdóttir , Sossa , Margrét Jónsdóttir , Gunnhildur Þórðardóttir og Kristín Rúnarsdóttir Lesa meira
-
5. sep - 3. nóv 2019Duus SafnahúsEin af Ljósanætursýningum ársins í Duus Safnahúsum er sýning Reynis Katrínar, galdrameistara og skapandi listamanns. Andleg málefni hafa alla tíð átt huga og hjarta Reynis og bera verk hans þess sterk merki. Lesa meira
-
13. júl - 18. ágú 2019Á vormánuðum var fimm listamönnum boðið að taka þátt í verkefni þar sem þeir unnu með upplifanir sínar af Suðurnesjunum. Áhersla var lögð á tvívíða miðla og verk á pappír. Listamennirnir eru Anna Hallin, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Helgi Þorgils, Olga Bergmann og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Lesa meira
-
23. jún - 7. júl 2019Náttúra Íslands í augum tveggja Njarðvíkinga er skemmtileg sýning sem nú má sjá í Stofunni í Duus Safnahúsum. Sýningin samanstendur af 15 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu og grjóti úr safni Njarðvíkingsins Áka Gränz heitins en hann var ástríðufullur steinasafnari með meiru. Lesa meira
-
31. maí 2019 - 23. apr 2020Duus SafnahúsÍ miðri síðari heimsstyrjöld hófst nýr kafli í sögu Suðurnesja sem markað hefur djúp spor. Hermenn streymdu að og stórvirkar vélar og tæki hófu framkvæmdir við herflugvelli og braggahverfi risu ógnarhratt í næsta nágrenni við fiskibæina. Stríðið var komið til aldagamalla verstöðva Suðurnesja án þess að íbúarnir fengju nokkru um það ráðið. Lesa meira
-
31. maí - 18. ágú 2019Á sýningunni „Fjölskyldumynstur“ má sjá verk eftir Erlu S. Haraldsdóttur. Verkin eru ný málverk og lithographíur byggðar á fjölskyldusögu og endurminningum. Hún finnur tengingar við myndefnið í abstrakt mynstrum Ndbele ættbálksins sem hún kynnti sér í vinnustofudvöl í Suður Afríku. Lesa meira
-
27. maí - 18. ágú 2019Á sýningunni má sjá verk eftir Benedikt Gunnarsson listmálara en fjölskylda Benedikts gaf Listasafni Reykjanesbæjar nokkur málverk í vor ásamt skissum af steindum gluggum sem Benedikt vann fyrir Keflavíkurkirkju árið 1977. Þegar kirkjan var færð til upprunalegs horfs árið 2012 voru gluggarnir teknir niður og settir í geymslu en nú má sjá 6 þessara glugga á sýningunni í Bíósal. Lesa meira
-
2.-19. maí 2019Duus Safnahús verða undirlögð undir listsýningar leik-, grunn- og listnámsbrautar framhaldsskólans sem hafa unnið hörðum höndum stóran part úr vetri að verkefnum sínum. Yfirskrift sýninganna í ár er Hreinn heimur – betri heimur. Lesa meira
-
6.-28. apr 2019Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna „Litróf“ laugardaginn 6.apríl kl. 14.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum. Á sýningunni má sjá verk eftir félagsmenn sem unnin voru á haust- og vetrarnámskeiðum félagsins. Lesa meira
-
15. feb - 22. apr 2019Sýningarár Listasafns Reykjanesbæjar árið 2019 byrjar á einkasýningu á verkum Guðjóns Ketilssonar myndlistarmanns. Sýningin nefnist „Teikn“ og er samsett úr 8 verkum sem öll fjalla með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta skilningi þessara orða. Lesa meira
-
15. feb - 31. mar 2019Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar ljósmyndsýninguna FÓLK Í KAUPSTAÐ 15.febrúar kl.18:00. Á sýningunni gefur að líta örlítið sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944-1994. Lesa meira
-
14. feb - 22. apr 2019Ljósmyndir úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Á síðustu 15 árum hefur Listasafn Reykjanesbæjar eignast fjölda listrænna ljósmynda sem nú má sjá á sýningu hér í Bíósal. Lesa meira
-
16. nóv 2018 - 13. jan 2019Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem sýna landslag og náttúru Reykjanesskagans. Myndirnar voru teknar á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. Höfundurinn Jón Hilmarsson stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland. Lesa meira
-
16. nóv 2018 - 23. apr 201940 ára afmælissýning Byggðasafns Reykjanesbæjar. Lesa meira
-
16. nóv 2018 - 13. jan 2019Á sýningunni eru leiddar saman myndlistakonurnar Eygló Harðardóttir, Ólöf Helga Helgadóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir. Það sem helst tengir þær saman er afar sterk tilfinning fyrir efniskennd og hvernig verk þeirra hverfast um lögmál myndlistar, forma, lita, rýmis og tíma. Þær eiga það sameiginlegt að taka fundið efni í fóstur og nýta það sem uppsprettu hugmynda. Pappír er ríkjandi í verkum þeirra allra, en nálgunin við efnið er afar ólík. Lesa meira
-
30. ágú - 4. nóv 2018Sýningin Eitt ár í Færeyjum er ljósmyndasýning sem er afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016-17 og var sumarsýning Norræna hússins í Þórshöfn sumarið 2017. Öllum Færeyingum var boðið að senda inn ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum á einu ári, nánar tiltekið frá flaggdeginum 2016 til flaggdagsins 2017. Lesa meira
-
30. ágú - 4. nóv 2018Sýningin Endalaust inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið.
Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni. Endalaust er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og HANDVERKS OG HÖNNUNAR. Sýningarstjóri er Ragna Fróða. Lesa meira -
30. ágú - 4. nóv 2018Sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar í Stofunni í Duus Safnahúsum. Lesa meira
-
30. ágú - 4. nóv 2018Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár er ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð fyrir árin 2017-18 og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir sem teknar yrðu eftir ákveðnum reglum. Skilyrðin voru að myndirnar skyldu lýsa daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar til tekið frá 17.júní 2017 til 17.júní 2018. 350 ljósmyndir bárust og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjá. Lesa meira
-
1. jún - 19. ágú 2018Listasafn Reykjanesbæjar opnaði í tilefni 15 ára afmælis safnsins þrjár sýningar í Duus Safnahúsum föstudaginn 1.júní. Verkin á sýningunum þremur koma öll úr safneigninni og hefur safnið eignast flest þeirra á þeim 15 árum sem liðið hafa frá formlegri stofnun þess. Lesa meira
-
1. jún - 19. ágú 2018Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna "Hlustað á hafið" í Gryfjunni í Duus Safnahúsum 1. júní nk. en safnið verður 40 ára síðar á árinu. Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við sjóinn og fórnir þeirra við að ná í gull hafsins, sem öllu máli skipti fyrir lífsafkomuna. Lesa meira
-
26. apr - 13. maí 2018Listahátíð barna, sem nú verður haldin hátíðleg í 13. sinn, er samvinnuverkefni Listasafns Reykjanesbæjar, allra 10 leikskóla bæjarins, allra 6 grunnskólanna, Tónlistarskólans, dansskólanna og listnámsbrautar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Myndlistarsýningar tengdar hátíðinni eru staðsettar í Duus Safnahúsum. Lesa meira
-
17. mar - 15. apr 2018Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ opnar sýninguna “Undir pressu” laugardaginn 17.mars kl. 15.00 í Stofunni í Duus Safnahúsum og eru allir áhugasamir boðnir hjartanlega velkomnir Lesa meira
-
9. feb - 15. apr 2018Sýning á Þingvallamyndum úr einkasafni Sverris Kristinssonar verður opnuð í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum, menningar og listamiðstöð Reykjanesbæjar, föstudaginn 9. febrúar kl. 18.00. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi veltum við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar. Lesa meira
-
9. feb - 11. mar 2018Kvennakór Suðurnesja heldur uppá 50 ára starfsafmæli sitt í ár en kórinn var stofnaður 22. febrúar 1968. Kórinn er elsti starfandi kvennakór á landinu og er mikilvægur hluti af menningarlífi og sögu kvenna á Suðurnesjum. Lesa meira
-
12. nóv 2017 - 15. apr 2018Er ástæða til að vernda ákveðin svæði í Reykjanesbæ, t.d. gamla bæinn, vegna menningarsögulegs mikilvægis?
Á sýningunni gefst íbúum kostur á að láta rödd sína heyrast og koma með tillögur um framtíðarásýnd gamla bæjarins og annarra svæða. Ekki láta þetta einstaka tækifæri til að hafa áhrif, framhjá þér fara og líttu við í Duus Safnahúsum. Lesa meira -
11. nóv 2017 - 14. jan 2018Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Úlfur við girðinguna laugardaginn 11.nóvember kl.14.00. Þar er á ferðinni einkasýning Úlfs Karlssonar sem er fæddur árið 1988 og er með eftirtektarverðustu listmálurum sinnar kynslóðar. Verk hans eru litríkar og átakamiklar hugleiðingar um mannlífið í abstrakt-expressjónískum anda. Úlfur hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis og m.a. í Hilger, hinu þekkta gallerí í Austurríki. Lesa meira
-
23. okt - 30. nóv 2017Náttúra Íslands hefur sem betur fer átt sína hjartans unnendur á öllum tímum og hér má sjá sýningu sem tengist einmitt þessari náttúruást. Sýningin samanstendur af 17 ljósmyndum sem Oddgeir Karlsson ljósmyndari í Njarðvík hefur tekið víða á Reykjanesinu. Lesa meira
-
18. okt 2017 - 15. apr 2018Sýningin Íslensk náttúra, landslagsverk úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar, hefur verið opnuð í Bíósal Duus Safnahúsa. Verkin sýna öll íslenska náttúru og eru eftir 16 listamenn frá ýmsum tímum og eru unnin í margvísleg efni s.s. olíu, leir og textíl. Lesa meira
-
31. ágú - 15. okt 2017Á sýningunni Blossi eru málverk eftir Sossu og innrömmuð ljóð eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Lesa meira
-
31. ágú - 15. okt 2017Á sýningunni Próf/Tests er að finna 57 olíumálverk, öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvítum og rauðum. Fyrirmynd málverkanna eru 57 þungunarpróf. Lesa meira
-
31. ágú - 5. nóv 2017(Jaðarsettur) miðaldra kalmaður staðsettur í Höfnum reynir að útskýra fyrir sér ástand heimsins og hverjar horfunar séu.
Í gegnum miðla myndlistarinnar þreifar hann á og gerir tilraun til að skilja og læra meira um þessa veröld sem við byggjum. Lesa meira -
31. ágú - 15. okt 2017"Hið óþekkta líf undirdjúpanna hefur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en er okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfraveröld á huglægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra." Lesa meira
-
9. jún - 20. ágú 2017Skátafélagið Heiðabúar fagnar 80 ára afmæli í september næstkomandi að því tilefni verður opnuð sýningin "Þeir settu svip á bæinn" föstudag 9. júní kl.18 í Byggðasafni Reykjanesbæjar Duushúsum. Lesa meira
-
9. jún - 20. ágú 2017Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna A17 sem fjallar um íslenska abstraktmyndlist við upphaf 21.aldar, föstudaginn 9.júní kl. 18.00 í Listasal Duus Safnahúsa. Þar má sjá verk eftir Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur, Höddu Fjólu Reykdal, Halldór Ragnarsson, Loga Bjarnason, Magnús Helgason, Mörtu Maríu Jónsdóttur og Söru Oskarsson. Lesa meira
-
30. maí - 9. júl 2017Gillian Pokalo er bandarískur listamaður sem hrifist hefur af íslenskri náttúru. Verkin sem nú eru til sýnis í Stofunni í Duus Safnahúsum eru afrakstur tveggja ferða hennar til Íslands í apríl 2016 og mars 2017. Lesa meira
-
4.-21. maí 2017Það var ánægjulegt þegar listnámsnemendur Fjölbrautaskólans bættust við sem þátttakendur í Listahátíð barna enda byggja þeir allir á því veganesti sem þeir hlutu í leik- og grunnskólum. Í Stofunni gefur að líta verk útskriftarnemenda af listnámsbraut sem unnin eru á ýmsan hátt t.d. með bleki, akrýl, vatnslitum, þrykki og blandaðri tækni. Lesa meira
-
10. feb - 23. apr 2017„Tíminn milli nætur og dagrenningar. Tíminn þegar flestir deyja, þegar svefninn er hvað dýpstur og martraðir raunverulegastar. Þá sækir mestur ótti að þeim sem ekki geta sofið, og bæði draugar og drýsildjöflar fara mikinn. Flest börn fæðast einnig á Úlfatíma.“ Lesa meira
-
11. nóv 2016 - 23. apr 2017„Heimilið“ er heiti á nýrri sýningu Byggðasafnsins sem opnaði föstudaginn 11. nóvember í Duus safnahúsum og stendur til 23. apríl 2017. Lesa meira
-
11. nóv 2016 - 15. jan 2017„Við höfum ekki fast land undir fótum heldur er yfirborð jarðar á hreyfingu. Náttúrulegt umhverfi okkar er ekki stöðugt heldur í sífelldri mótun og undirorpið breytingum.“
Þetta er viðfangsefni sýningarinnar Við sjónarrönd, sem Listasafn Reykjanesbæjar opnar föstudaginn 11.nóvember n.k. kl. 18.00. Sýningin er unnin er í samvinnu þeirra Elvu Hreiðarsdóttur, Phyllis Ewen frá Bandaríkjunum og Soffíu Sæmundsdóttur. Lesa meira -
11. nóv - 11. des 2016Nánd nefnir Jóhanna Hreinsdóttir sýningu sína sem opnuð verður í Bíósalnum 11.nóvember kl. 18. Sýningin stendur til 15.janúar n.k. og er opið alla daga frá kl. 12.00-17.00.
Lesa meira