Klassískir píanótónleikar í Bíósalnum
15.01 kl. 17:00-18:00
Viðburðir
Bandaríski píanóleikarinn Deiran Manning heldur klassíska síðdegistónleika í Duus Safnahúsum.
Á efnisskránni eru fjórða franska svítan eftir Bach, hin fræga Waldstein sónata Beethovens og Tombeau de Couperin eftir Ravel. Manning hefur haldið tónleika víðs vegar um Bandaríkin, Írland, England, Frakkland og Ítalíu á virtum stöðum eins og Merkin Concert Hall, Weil Recital Hall í Carnegie, Þjóðartónleikasalnum í Dublin og í borgarstjórabústað New York borgar, Gracie Mansion. Manning er útskrifaður úr Jacobs School of Music og starfar við Husson College og sem framkvæmdastjóri Winter Harbor Music Festival.
Tónleikarnir fara fram miðvikudaginn 15. janúar kl. 17:00 í Bíósal Duus safnahúsa og eru allir áhugasamir hjartanlega velkomnir að njóta fallegrar píanótónlistar.
Aðgangur er ókeypis.