Tónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Í tengslum við 50 ára afmæli Kvennakórs Suðurnesja býður kórinn til tónleika í Bíósal Duus Safnahúsa á Safnahelgi á Suðurnesjum, sunnudaginn 11. mars kl. 16. Þennan dag lýkur einnig afmælissýningu kórsins sem staðsett er í Stofunni, einum sýningarsala í Duus Safnahúsum.

Á glæsilegum afmælistónleikum kórsins sem haldnir voru í Stapa 22. febrúar sl. var flutt tónlist eftir Suðurnesjatónskáld og textahöfunda og verður hluti af þeirri dagskrá fluttur á tónleikunum í Bíósalnum.
Stjórnandi kórsins er Dagný Þórunn Jónsdóttir og um hljóðfæraleik sjá Geirþrúður Fanney Bogadóttir á píanó, Þorvaldur Halldórsson á trommur, Jón Árni Benediktsson á bassa, Ásgeir Aðalsteinsson á gítar og Harpa Jóhannsdóttir á trompet.
Aðgangur er ókeypis.