Ratleikur og Hrekkjavöku-andlitsmálun í vetrarfríi grunnskólanna

Skemmtilegir viðburðir verða í boði fyrir alla fjölskylduna í Duus Safnahúsum í vetrarfríi grunnskólanna sem mun standa yfir frá laugardeginum 26.október til þriðjudagsins 29.október. Í tilefni þess að Hrekkjavakan er á næsta leiti er tilvalið tækifæri fyrir foreldra/aðstandendur að koma til okkar með börnum sínum og læra að mála skemmtilegt hrekkjavökuandlit á börnin sín. Hrekkjavöku-fjölskyldusmiðjan verður opin hjá okkur laugardaginn 26.október frá klukkan 13.00 – 16.00 í Bíósal Duus safnahúsa. Við hvetjum foreldra til þess að mæta með börnum sínum, hafa gaman og læra í leiðinni tæknina við andlitsmálun. Ókeypis aðgangur er á viðburðinn og lágmarksaldur 3 ára. Ákveðinn fjöldi sæta verður í boði hverju sinni og ef þörf er á er um að gera að taka þátt í ratleik eða skoða sýningar í húsunum á meðan beðið er eftir plássi.

Skipulagið er þannig að 12 pör (barn og aðstandandi) komast að í hverri lotu.
Lota 1 stendur frá kl. 13:00-13:45
Lota 2 stendur frá kl. 14:00-14:45
Lota 3 stendur frá kl. 15:00-15:45

Ef þið viljið tryggja ykkur pláss á ákveðnum tíma vinsamlegast sendið póst á duushus@reykjanesbaer.is og tilgreinið klukkan hvað þið viljið komast að.

 

Spennandi ratleikur verður einmitt í boði dagana 26. -29. október frá klukkan 12 -17 alla dagana. Skemmtileg verðlaun verða í boði fyrir kláraðan leik. Ratleikurinn er fyrir börn á öllum aldri og því góð leið fyrir foreldra og börn að koma saman og hafa gaman í vetrarfríinu.

Frítt verður inn fyrir þá foreldra sem mæta með börnum sínum og því upplagt tækifæri til að skoða frábærar sýningar sem í boði eru í húsunum.

Hlökkum til að sjá ykkur