TEIKN - Leiðsögn

Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýningu á verkum Guðjóns Ketilssonar í Duus Safnahúsum föstudaginn 15 .febrúar kl. 18.00. Sýningin ber heitið TEIKN og sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson. Í sýningarskrá má m.a. sjá texta eftir Sjón.

Guðjón er með allra markverðustu myndlistarmönnum þjóðarinnar og hefur haldið yfir þrjátíu einkasýningar og tekið þátt í samsýningum um allan heim. Hann hefur hlotið margar opinberar viðurkenningar og gert verk sem finna má í á opnum svæðum á ýmsum stöðum. Verk hans er að finna í helstu listasöfnum landsins. Sýningin, sem nefnist „Teikn“ er samsett úr nýjum verkum sem öll fjalla með einum eða öðrum hætti um tákn, táknmerkingu og „lestur“ í víðasta skilningi. Verkin eru uppfull með vísbendingar, tákn og tilvitnanir sem mynda eins konar huglæg rými sem áhorfandinn gerist þáttakandi í og upplifir á eigin skinni.  

Listamaðurinn og sýningarstjórinn verða með leiðsögn sunnudaginn 10. mars kl.15.