OPNUN SÝNINGA: Hjartastaður og 50 ára afmælissýning Kvennakórs Suðurnesja
Listasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna Hjartastaður í Listasal Duus Safnahúsa, föstudaginn 9. febrúar kl. 18. Á sýningunni eru Þingvallamyndir úr einkasafni Sverris Kristinssonar. Í tilefni 100 ára afmælis fullveldis á Íslandi veltum við fyrir okkur gildi þessa helgasta staðar Íslendinga fyrir þjóðarvitundina og þá um leið áhrifum Þingvalla á myndlist þjóðarinnar. Sýningarstjóri er Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og Birgir Hermannsson lektor skrifar texta í sýningarskrá.
Myndefnið á sýningunni tengist allt Þingvöllum og meðal höfundanna eru helstu listamenn Íslendinga á tuttugustu öld.
Við sama tækifæri opngar Byggðasafn Reykjanesbæjar sýningu í Stofunni í tilefni 50 ára afmælis Kvennakórs Suðurnesja.
Sýningin stendur til 15. apríl 2018.